Af Taugaleiðniprófi...

Jú ég var á Borgó í morgun og öll í rafmagni og stungum. Þetta gekk allt vel og útkoman var að ég var með minni leiðni í taugaendunum heldur en ég var þegar ég lamaðist. Vöðva testið kom betur út enda stend ég núna, og get gert eitt og annað með höndunum sem ég gat ekki þá. Ég er ekkert allt of hress yfir þessari niðurstöðu, og það er veik von um að þetta verði eitthvað betra. Svo núna þarf ég að taka mig saman í andlitinu og finna út hvað henntar mér.

Jóhann frændi talaði um að hreyfa sig, jú það er alveg rétt að þegar ég er meira að huga að fá mér göngutúr í fjallaloftinu Grin hér á Selfossi þá er ég hressari, but that was then, núna kemst ég ekki út dögum saman og er að reyna að gera æfingar hér heima og í sjúkraþjálfun. En það er bara ekki það sama. Ég vona bara að það fari að vera gönguhæft fyrir mig bráðlega þannig að ég geti lengt göngtúrinn.

Svo núna er ég yfirkeyrð af þreytu, við fórum í tvær búðir í Reykjavík og það var mér meira en nóg. Svo núna ætla ég að leggja mig og sjá hvort snjóinn hafi tekið upp þegar ég vakna aftur.

Annars er gaman af því að hvert sinn sem ég legg mig þá birtast viðskiptavinir, það er yndisleg truflun Wink,

kær kv til allra sem vilja þekkja mig, Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

kvitt kvitt bara láta vita af mér.

Helga skjol, 26.3.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir kveðjuna í gestabókinni minni Helga.

Ég vona innilega að allt fari að ganga betur. Ég dáist að þér fyrir jákvæðnina. Bið að heilsa Steina

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn

Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband