Er ekki þessi viðkvæmni farin að nálgast fyrringu?
31.3.2008 | 08:38
Ég hef nú í gegnum tíðina lesið mikið af bröndurum um Jesú og Guð, og ég er vissum að það er margur þarna úti sem sárnar þetta en lætur ekki í sér heyra. Einhverstaðar stendur legðu ekki nafn drottins Guðs þíns við hégóma.
Mynd um Islam og hryðjuverk kallar fram hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt, Páll. Hugmyndin um að ríkinu sé betur treystandi en mér sjálfum fyrir því hvað ég má sjá og heyra er barnaleg umfram það sem íslensk fúkyrði gera manni kleift að tjá.
En Helga, athugaðu að Íslendingar eru alveg jafn viðkvæmir, það vill bara ekki svo til að við séum múslimar. Manstu eftir Síma-djókinu með Jesús? Ég las margar greinar þar sem fólk bað um að það "gæti haft sína trúarsannfæringu í friði", þ.e. bannað öllum öðrum að hafa aðra skoðun en það sjálft. Afskaplega dæmigert, ekki bara fyrir múslima, heldur Íslendinga á nákvæmlega sama hátt undir nákvæmlega sömu tilfellum.
Að lokum bendi ég á að það er bannað að "draga dár að eða smána guðsdýrkun eða trúarbragðaiðkun löggilds trúarbragðafélags sem hér er á landi" samkvæmt hæstaréttar-staðfestum lögum númer 19/1940, grein 125. ÞAÐ ER BANNAÐ á Íslandi. Ég hef röflað yfir þeirri firru í mörg ár og öllum er skítsama, finnst það jafnvel eðlilegt að fólk leyfi ekki öðru fólki að "hafa sína trúarsannfæringu í friði", þar til það kemur að Islam.
Þá og eingöngu þá fatta allir hugtakið tjáningarfrelsi. En að móðga kristni eða íslenskt samfélag? Tjah, ég bendi aftur á ofangreind, núgildandi, hæstaréttar-staðfest lög. Það er staðreynd: Það er ekki tjáningarfrelsi á Íslandi, og Íslendingar ættu að hætta að láta eins og svo sé þegar um er að ræða múslima. Hér er tjáningarfrelsið eins og alls staðar annars staðar nema í Bandaríkjunum, þú hefur réttinn til að segja það sem eingöngu minnihlutinn tekur nærri sér. Ef þú segir eitthvað sem meirihlutinn tekur nærri sér, þá snýst blaðið algerlega við, samanber hæstaréttar-staðfestum ofangreindum lögum.
Að því sögðu, þá er ég alveg sammála þér, mér finnst þetta fáránleg viðkvæmni. Mér finnst bara fyrir neðan allar hellur fyrir Íslendinga að reyna að kenna múslimum eitthvað um tjáningarfrelsi.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:28
Ég er svo sem samála þér að við Íslendingar erum hræsnarar þegar kemur að trúfrelsi. En ég held að það fari að ganga sér til húðar þessi boð og bönn um hvað megi og hvað megi ekki. Svo er tjáningafrelsið annað mál og það er eitthvað sem ég ætla ekki að hætta mér útí hér enda samála Helga.
Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.