Potturinn og ég

Vá dagurinn í gær var góður dagur hjá mér, ég vaknaði eldsnemma og fór út í kertagerð, gerði kubba og steypti nokkur kerti þá var hringt og mér bent á að það væri leikur í tv svo ég kláraði það sem ég var að gera og dreif Steina með mér í heimsókn, nú get ég nefnilega rölt um og það gerði ég, Steini fór á bílnum því nágranni okkar hann Jón póstur sem er engum líkur var að klippa limgerðið hjá okkur svona í leiðinni og bíllinn var fyrir. Við sátum góða stund og svo var drifið sig heim, og ég fór aftur út í skúr, veit ekki hvað er að koma yfir mig, kannski er þetta bara að venjast að vera svona eins og ég er dofin og vitlaus taugaboð út um allt.  Svo ég steypti eins og vitlaus manneskja og allt að verða fullt af öllu aftur, hillurnar voru farnar að tæmast, mér fannst hálfgerð skömm af þessu. Jæja en ég var að til að verða kl.5 og þá dreif ég mig í matargerð með dyggri aðstoð hennar Jóhönnu minnar, hún var líka úti í skúr að pakka, mér finnst meira en gott að hafa hanna við hlið mér við að ganga frá því það er ekki mín sterka hlið þessa daganna. Nú við fengum uppáhaldsréttinn hennar Jóhönnu og allra hinna krakkana en það eru Kínverskar pönnukökur la amma Guðrún. Svo þegar var búið að ganga frá þá var drifið sig í heitapottinn fyrsta skipti á þessu ári. Ég hef ekki verið voða hrifin af að fara í heita vatnið verð svo uppgefin og ég varð það núna líka og var sofnuð fyrir miðnætti. En ég mun nú að halda þessu áfram fann að það slakaði verulega á mér að fara þetta og ég vaknaði úthvíld um 6 leitið í morgun. Já vonandi get ég haldið áfram að fara í pottinn, ég þarf svo sem dygga aðstoð við það en æfingin skapar meistarann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband