Um mig og börnin mín
20.4.2008 | 11:31
Ég veit þau verða ekki hrifin blessaðir englarnir mínir þegar ég fer að skrifa hér um þau. En ég hef verið að lesa færslur um ofvirk og einhverf börn. Reyndar hef ég mína reynslu líka persónulega af englunum mínum en líka frá vinkonu minni.
Ég á ekki nema 5 börn og ef ég hefði látið greina þau á sínum tíma þá hefðu 3 verið talin ofvirk. Ég með minn barna hóp taldi þetta bara eðlilegt að þurfa að vera á nálum að þau færu sér ekki að voða. Ég pældi aldrei í að þetta væri eitthvað öðruvísi en það ætti að vera, börnin voru bara hver með sínu lagi. Ég reyndi bara að halda góðum aga á hópnum í heild og allir lutu sömu reglum. Það hefur ræst vel úr þessum hóp, sá yngsti af þessum þrem er nú ennþá heima og kannski fengið örlítið annað uppeldi enda alinn upp af Steina Gunn og þeir sem þekkja þann mann vita að hann er góður uppalandi að vissu marki en hann vantar agan sem ég beiti með hin 4. og því er hér oft allt í hers höndum sófar og stólar í stór hættu þegar sá litli er í stuði. Hann situr sjaldnast kjurr nema þegar hann er að spila við bróður sinn sem býr í Danmörku gegnum netið. Enda finnst mér hann stundum fallegastur þegar hann sefur, þetta er ekki illa meint en svona er það stundum þegar sálin er orðin uppgefin eftir daginn á hraðanum og spurninga flóðinu.
Hin tvö sem eru orðin fullorðin í dag voru ótrúlega uppátækjasöm, elsti engillinn minn var heppinn að hafa ekki drekkt sér í Hvítá, við bjuggum við ána aðeins 300 metrar milli bæjarhús og þessa ægilega vatnsfalls. Hann var farinn á stað áður en hann var ársgamall og var fljótur að finna út hvernig hann átti að komast út úr garðinum. En það sem bjargaði honum var að hann sótti mikið í skepnurnar og var því oft að þvælast með hundunum og ég var nokkuð örugg með hann þá. En ég fann hann nokkrum sinnum við að fleyta dóti í áni þegar hann var um 4 ára aldur og druslaðist með systir sína með sér sem var bara 3 ára.
Svo varð það engill nr 4 sem tók upp sömu takta og bróðir sinn og var kominn á fæturnar 9 mánaða og upp um allt. Óhrædd við allt og ég var stundum svo á nálum, tíndist á Þorláksmessu (ársgömul frá því um vorið), Þá bjuggum við í Hafnarfirðinum og hún fannst niðri á Hringbraut, hún hafði ráfast í burtu frá systkinum sínum og fékk sér vænan göngutúr á stuttu fótunum sínum. Eftir þetta fór hún á róló ef hún var sett út, en hún reyndi meira að segja að sleppa þaðan, fann gat á girðingunni
Ég gæti endalaust tínt um sögur um þau systkin en ég var heppin að þau leiddust ekki út í vondan félaskap og héldu sig mest og best hér heima á unglisárunum, enda við nýflutt á Selfoss og þau nutu þess að vera ein með mér.
Svo er það engill nr 5 okey hann er enn að og ég skal segja ykkur sögur af honum þegar hann er orðinn fullorðinn. En hann er duglegur strákur klár að læra eins og öll hin systkinin hans svo það á eftir að rætast vel úr honum hef ég trú á.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
iiiii mamma, maður roðnar nú bara :P! held að það geti nú ekki verið að allavega ég hafi verið svona uppátektasöm *blístr* ... eða ... anyways, kem og knúsa ykkur áður en ég fer til DK
kossar og knús,
Skottan
Engill nr 4 (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:39
Hæ hæ elska þig endalaust og kem í garðinn á morgun.. og já ætli við höfum ekki gert okkar til að gera þig gráhærða fyrir aldur fram
Vigga (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.