Nú er ég að semja
20.4.2008 | 19:15
úff ég sendi út fréttabréf í hverjum mánuði vegna kertagerðarinnar, en núna á húsbíllinn hug minn allan og svo garðurinn, mér langar svo til að taka til hendinni en ég verð að bíða eftir að fá hjálp við það eins og svo margt annað. Svo er ég svo tóm í hausnum um hvað ég á að skrifa um í fréttabréfið, reyndar var ég að gera yndisleg kerti áðan, og ég var að spá í að hafa þau í tilboðinu sem verður í næsta mánuði, en þetta eru græn kerti með yndislegasta skógarilm sem ég hef fundið. Ég er vissum að hann fellur vel að sumarhúsaeigendum, enda er þessi kerti með það í huga að ekki þurfi að kveikja á þeim svo þau ilmi, þetta á við öll kertin sem ég geri. Því er svo gott að hafa þessi kerti í sumarhúsunum og koma að ilmandi húsi milli helga. Vá ég held ég sé að koma með texta í fréttabréfið
ok nú hætti ég hér og held áfram í textagerð fyrir fréttabréfið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel með fréttabréfið, það er ekkert grín að vera tóm í hausnum þegar maður verður að skrifa eitthvað af viti
Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 06:57
Gleðilegt sumar Helga mín Megi þetta nýbyrjaða sumar verða það besta í lífi þínu hingað til og þú blómstra eins og hellingur af blómabeðum
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:19
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.