Búin að vera löt, kannski ekki
15.5.2008 | 11:54
Sko kannski er ég ekki búin að vera löt, því ég keyrði til Reykjavíkur í fyrsta skipti fyrir hálfum mánuði síðan, en þá sko dó tölvan mín og ég fór og náði mér í aðra sem Steini þessi elska setti saman fyrir mig. Já það er gott að eiga góða að þegar þetta þarfaþing klikkar. Svo hef ég eiginlega ekki stoppað. Nú ég útskrifaðist frá Reykjalundi endanlega, fór í viðtal og þeim fannst ég bara í góðum málum. Svo er eitt barnanna minna í viðtölum á Reykjalundi og við höfum burrað þetta fram og til baka. Ég finn til mikils léttis að geta þetta og það gefur Steina pínulítið frí frá mér, þó sakna ég þess að hafa hann ekki með mér í þessu stússi er orðin svo vön að hafa einkadræver.
Svo erum við búin að vera á fullu að ferðast á nýja bílnum. Á myndinni erum við á Hlöðum í Hvalfirði. Við höfum fengið gott veður og notið þess að spjalla við aðra húsbílaeigendur.
Við höfum kynnst fólki í gegnum húsbílaspjallið og verið í samfloti með sumum af þeim.
Af mér er allt þokkalegt að frétta og ég hef styrkst töluvert síðasta mánuð, eða eins og Steini segir það er daga munur á mér sem ekki hefur verið lengi. Enda finn ég að ég er öll að koma til og bara hlakka til að ferðast og njóta sumarsins út í ystu æsar.
Svo nú mega ættingjarnir fara að vara sig, víst ég er farin að koma mér sjálf á milli staða er aldrei að vita hvar ég lendi þegar sá gállinn er á mér
jæja er á leið í síðasta skipti af þessum skiptum á Reykjalund, flókið ekki satt
hafið góðan dag í sólskininu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá frábært að þér skuli verið farið að líða beturÞó það sé ábyggilega gaman að hafa "karlkvölina" með, þá skiptir svo hrikalega miklu máli að vera sjálfstæður og geta gert sem mest hjálparlaust, en það þarf ég nú varla að segja þérMegir þú eiga yndislegan dag og ennþá betri helgi
Jónína Dúadóttir, 16.5.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.