Það var skjálfti

Jæja lífið er farið að taka á sig mynd á ný og við farin að sinna okkar daglegu störfum. Við sluppum vel út úr þessum skjálfta og tínum dótið í kassa sem hafði brotnað og setum út í bílskúr til seinni tíma að gera skýrslur og þess háttar.

Upplifelsið af þessum skjálfta var að nú væri eitthvað verulega að sjóninni því ég sá Steina í mörgum myndum, en svo vildi eldhúsiðborðið ekki stoppa, ég sem var að sauma þessa líka ferlíkssvuntu undir húsbílinn svo við hefðum meira skjól, (reyndar laga hana, er flottara að segjast hafa saumað hanaHalo) Svo horfðum við á hluti í kringum okkur hrynja og halló, var ekki svona skjálfti fyrir 8 árum, þá hélt ég og margir aðrir að við hefðum fengið skammtin okkar hér sunnan heiða. Okey ég bjóst við að nú fengi ég allt nýtt í eldhúsið, nei herra Ikea hefur sko hannað eldhúsinnréttingarnar hér á Fossheiðinni skjálfta heldar, það opnuðust 2 skúffur af allri þessari eldhúsinnréttingu, svo vonbrigðin lýstu af andliti húsmóðurinnar þegar hún tékkaði í skápana og sá að allt var heilt. Engir nýir diskar á þennan bæ. 

Við vorum rosalega heppin, peyinn var í Þórsmörk í skólaferðalagi, og við höfðum áhyggjur af honum þegar hann kom heim var hann spurður varfærnislega hvort hann hefði verið hræddur um okkur, Ykkur nei þið bjargið ykkur alltaf, takk fyrir það fór sko ekki fyrir væmninni hjá honum, Dóttlan var á Reykjalundi og það komu álíka skilaboð frá henni, "Alltaf á skjálftavaktinni" jájá maður veit þá hvar maður hefur þessar elskur, en það er líka gott að þau séu ekki að hafa áhyggjur af okkur gamla setinu og geta lifað lífinu nokkuð áhyggjlaus.

Ég fór í einhvern annan heim eftir skjálftann og fór að þurrka af tómum hillunum og gerði allt öfugt við það sem einhverstaðar stendur í einhverjum leiðbeiningum. Enda horfði skottan mín á mig eins og ég væri orðin stórskrítinn, sem sagt verri en vanalegaWoundering.

Núna er úr okkur mesti skjálftinn og við erum komin i daglega rútínu nema hvað við fengum einhverja magapest rétt eftir skjálfta og gengur illa að losna við hana.

Eigið góða helgi og njótið að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband