Langbrók í Fljótshlíð

Það kom að því að við fórum á stað á Viðhaldinu. Við vildum komast í sól, þó nóg væri af henni hér heima þá ákváðum við að nú skildi Viðhaldið brúkað.

Svo það var tekin stefna austur fyrir Selfoss á föstudegi.  Á Hvolsvelli var stopað og fenginn sér biti, og þar var margt um manninn enda Útivist að fara Laugarveginn. En við vorum ekki svona alvöru túristar heldur ætluð bara í afslöppun svo við drifum okkur á stað upp í Fljótshlíð. Hlíðin er fögur og alltaf jafn skemmtilegt að keyra um hana. Steini minn hafði víst aldrei komið þangað svo þetta var ennþá skemmtilegra. eyjafjallajokullNú við komum að kveldi á tjaldstæðið og komum okkur fyrir. Það var stillt veður og við sátum úti fram að miðnætti og þá fórum við að tygja okkur inn í svefn.

Um morguninn vakti Ýmir mig og vildi komast út en þá var kl. aðeins 6 svo ég drattaðist á fætur og fór með hann út, en þá var veðrið svo gott að ég bara gat ekki hugsað mér að fara inn aftur og við Ýmir fórum í göngutúr saman, honum fannst ég samt fara hægt yfir en lét sig hafa það. Ég smellti af nokkrum myndum í veðurblíðunni. Það er svo falleg birtan á morgnana að ég gat bara ekki sleppt tækifærinu.

lanbrok_morgunSvo komum við Ýmir til baka úr labbitúrnum og þá var ungt par í næsta tjaldi að sinna barninu sínu og þau komu og spjölluðu við mig, við það rumskaði Steini því það voru einhverjar hlátursgusur sem hann heyrði og leit á klukkuna og sá að það var tími til kominn að koma sér út í sólina, en vitið menn hann leit svona skakkt á úrið og staðin fyrir að kl. væri 9.30 var hún aðeins 7.30 hmm, já þessi úr geta komið manni í koll. Svo nú upphófst langur dagur hjá honum Steina mínum sem ætlaði að sofa út þennan morgun.

steini Hann náði smá lúr eftir að út var komið, enda veðrið til þess að sofa bara úti undir berum himni. Eins og sést þá er minn kappklæddur að vanda þegar sólin skín, hann er nefnilega þeim kostum gæddur að bæta á sig fæðingablettum ef hann er mikið í sólskini, og til að varna því að þurfa að fara í fláningu þá er þetta ráðið Smile Svo þetta kemur víst kulda ekkert við þótt margir haldi það, enda er ekki kalt á Suðurlandi svo þið norðlendingar hafið það á hreinu Grin

Ýmir var  alsæll að komast í svona sveitablíðu og naut þess út í ystu æsar að liggja og láta sólina baka sigymir. Svo var þarna fullt af öðrum hundum en þeir nálguðust hann með varúð enda er hann ekkert smár. En hann saknað að hafa ekki hana Snotru sína til að leika við, en hún var önnum kafin í Úthlið á ættarmóti.

Svo fengum við heimsókn á laugardeginum og þar kom vinkona okkar með stelpuna sína og við grilluðum saman um kvöldið, þetta var frábært að fá hana í heimsókn. Steini segir að við séum sisters in crime, enda náum við vel saman og hann á sér ekki uppreisnar von þegar við erum saman. En allt er það á léttu nótunum enda erum við svo blíðar ég og Fríða Halo

Tjaldsvæðið á Langbrók er mjög gott og vel hugsað um svæðið, frábært að koma inn á litla kaffihúsið og geta fengið gott kaffi. Svo skemmir ekki fyrir að gestgjafarnir syngja fyrir gesti og gangandi.langbrok_hus

Við keyptum plötuna þeirra og hún var sett í geislaspilarann á leiðinni heim.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband