Útvarpið og ég

Mér varð hálfbylt við þegar bjallan í kertagerðinni glumdi um 10 leitið í morgun, en ég var enn á sloppnum3096279 og hálf þreytt eftir ferðina um helgina. Úti stóð kona með míkrófón, já hugsaði ég hver er að gera grín í mér. En konan hélt áfram að munda fóninn og spurði hvort hún mætti taka viðtal við mig? aha, nú var grínið ekki farið að vera fyndið, ég er nú ekki mikið fyrir að tjá mig í svona tæki en ég glotti við því ég var viss um að þetta væri grín, hún nálgaðist mig og ég sá þegar nær dró að fóninn var merktur RÚV, ég hélt nú samt áfram að glotta og spurði hvort henni væri sama að ég væri á sloppnum, ég beið eftir að einhver stökkva fram og segja "Náði þér" Konan brosti fallega til mín og sagðist ekki vera með myndavél. Hmm þetta var þá útvarpið í raun og veru, jú konan kynnti sig og hún sagðist vera taka upp þáttinn Á flækingi og séð skiltið hér fyrir utan og svo hefði ilmurinn tælt hana lengra. Svo þarna stóð ég inni í kertagerð með útvarpskonu á sloppnum og reyndi að koma út úr mér svona sitt og hvoru um kertagerðina, þakkaði fyrir að ekki sást þegar ég var að reyna að koma þessu frá mér, ég roðnaði og blánaði heyrði ekki spurningar enda slökkti hún á fóninum og sagði mér að þetta yrði klippt saman. Ég fann að mér létti og það ekki neinum smá. Ég slakaði því á og gat farið að tala að viti fannst mérErrm Svo er bara að heyra hvað þið segið hlustendur góðir við þessu babli mínu.

Hér er svo slóð á upptökuna hjá þeim Flækingsfólki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og hvenær er þessu svo útvarpað ?

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 06:51

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þessu var útvarpað í gær í síðdegisþætti á rás 1 sem heitir Á flækingi, þú getur hlustað á þetta í vefútvarpinu hjá rúv

Helga Auðunsdóttir, 25.6.2008 kl. 08:20

3 identicon

Þú stóðst þig vel í útvarpinu, létt og kát það er miklu skemmtilegara en eitthvað fólk sem er alltof alvarlegt. Áfram Helga.

kveðja

jóhann úlfars

jóhann úlfarsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk frændi, hún kom mér svo sannarlega að óvörum, reyndar er þetta annað sinn sem ég lendi í svipuðu, en það er gaman þegar þetta er búið.

Helga Auðunsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband