Kertagerðin nr1, 2, 3

Nú er komin tími á kertaljós og rómantík, ég hef vart undan að framleiða, hélt að þetta væri ekki svona vinsælt, kemur mér alltaf á óvart hvað ég sel mikið Wink. En það er alltaf jafn gaman.  En hvað um það, lífið er vax þessa daganna og kertaljósin veita yl og birtu í hjartað.

Svo er mín að drullast til að fara í sjúkraþjálfun, og byrja náttúrlega með stæl, sko var komin með verk í olnbogan, þannig að þetta var farið að há mér í vinnu, svo ég ákvað að nú skildi þetta tekið með trompi. Jú það var minnsta mál hjá honum Baldri mínum að kvelja mig með nuddi og nálastungu, enda er ég miklu betri en ég var, en eins Baldur orðaði það hreyfing er ofmetin, og ég slapp við salinn LoL

Ég ætlaði að vera rosa dugleg og senda út fréttabréf í mánuðinum en það gerist víst ekki úr þessu, geymi efnið þangað til í næsta mánuði og vonandi tekst það þá. Er búin að vera eitthvað dauf í að skrifa í allri þessari hringavitleysu sem gengur yfir landið í misháum holskeflum. Ég hef reynt að halda mig frá að vera að hugsa mikið um þessi mál. Enda hef ég ekkert með þessi mál að gera nema vera íbúi þessa lands og er hundfúl út í stjórnvöld og þá sem komu okkur í þessa aðstæður. En það eitt útaf fyrir sig gerir þeim ekkert og því að vera fúl. Það bitnar bara á mér og öllum í kringum mig.

Ég hef oft hugsað um þessa dagana hvenær verða alvöru mótmæli á Íslandi, ef ekki núna hvenær þá. Mér verður oft hugsað til Gúttóslagsins, hvenær sína vinnandi hendur hér á landi að við erum til og eigum okkar rétt á að lifa mannsæmandi lífi, það eru ekki við sem höfum borgað okkar skatta og skyldur til þjóðfélagsins sem stofnuðu til þessara skulda.  úppsí nú fer ég að vera eins og Jói heitinn og Guðmundur heitinn bræður hennar ömmu, þeir voru sko rauðari en allt sem er rautt í pólitíkinni. okey nú hætti ég, mín verður dálítið æst þegar verið er að ræða þessi mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það var svo gaman að hitta ykkur  Knús og kveðja.

(IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegt að það skuli ganga svona vel hjá þér með kertagerðina  Og svo innilega rétt hjá þér að það gerir ekkert gagn að vera fúl og neikvæð, vinnst ekkert með þvíEigðu góðan dag elskuleg og gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 07:22

3 Smámynd: Tína

Ég þarf einmitt að fara að renna við hjá þér vinkona. Þú ert alltaf svo dásamlega kát og hress.

Tína, 28.10.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband