Vax, vax, vax, æfingar!

Jæja nú er að koma að mánaðamótum og ég verð á markaði á morgun í Þorlákshöfn, en fimleikstelpurnar þar eru með markað til styrktar starfinu hjá sér. Mér fannst æðislegt að Töfraljósum skildi vera boðið að vera með. Alltaf gaman að geta styrkt félagsstarf í héraði.

Allt gengur vel og það er heilmikið að gerast í kertagerðinni. Við erum að verða vaxlaus en Kaupþing var svo æðislegt að hleypa okkur í gegn með gjaldeyrisdæmið svo nú er bara krossa fingur og vona að Seðlabankinn fetti ekki fingur út í það. Sko ég þarf að eyða gjaldeyrir til að fá mína grunnvöru heim, en ég skapa líka smá gjaldeyrir með því, útlendingar eru farnir að kaupa kertin mín, og ég hef beðin um að senda kerti til annara landa, en þar sem ég rek lítið persónulegt fyrirtæki þá hefur þetta ekki hugnast mér.

En ég segi það en og aftur VELJUM ÍSLENSKT það er okkar hagur.

Ég er byrjuð í æfingum og það tekur á, sé að slugsið á mér í sumar var ekkert sniðugt, þarf að byrja á mörgu upp á nýtt. Ég virðist hafa náð að búa mér til göngulag þannig að ég geng á jörkunum en nýti ekki allan fótinn og þar með eru ýmsir vöðvar farnir að slappast og ég orðin í raun jafnvægislausari. Já GBS lætur ekki að sér hæða, nú doka ég eftir að ná góður símasambandi við fæturnar, en ég verð ennþá að hugsa um að ganga, ef eitthvað truflar mig þá er ég eins komin á 5 - 6 glas, sem er ágæt undir ákveðnum kringumstæðum, mjög ódýrt GrinFootinMouth.

En hvað um það eigið þið góðan dag með sólskini í hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu góðan dag mín kæra og gangi þér vel í æfingum og á markaðnum

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Tína

Frábært að heyra að vel gengur hjá þér dúllan mín og það vona ég svo sannarlega að þú fáir vaxið þitt. Ég er nefnilega svo hrikalega sjálfhverf og verð að koma til þín að kaupa fleiri kerti og reykelsi. Er orðin alveg húkt á þeim.

Knús inn í helgina þína dúllan mín.

Hmmmm er dónalegt að koma á sunnudegi???? Jú ég held það.

Tína, 2.11.2008 kl. 12:00

3 identicon

Nú logar hér á rauðvíni og rómantík   ...... svona til að losna við mör og vambalyktina, takk Helga mín fyrir að færa mér kertin.

(IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband