Loksins, Loksins kom fréttabréf Töfraljósa út

Hér eru smá sýnishorn úr því:

Fréttir af starfseminni og gæða testum 

Við höfum ekki haft við að framleiða jólalimina, þeir eru rifnir út um leið og þeir eru komnir fram í hillur hjá okkur. Vinsælasti ilmurinn ætlar að verða jolineruadkoma_stor.jpgJólin eru að koma, enda ekta fín ilmur og kemur svo sannarlega með jólafílinginn. Svo eru Jól í Sveit að birtast. Jólatré eru alltaf jafn vinsæll ilmur. Svo megum við ekki gleyma að það er sko til ekta Kanililmur, ég var spurð um daginn hvort ég hefði verið að baka smákökur, var að gera prufu á stóru Kanilkerti 24timar.jpgþað fékk að loga í 27 tíma til að sjá hvort það læki en það kom ekki deigur dropi frá því og það er enn logandi 10 tímum seinna. Ég þarf alltaf að sanna fyrir mér að ég sé að selja góða vöru. Ég mæli ekki með þessar meðferð en hún segir mér hvort allt sé í lagi í framleiðslunni hjá mér. Eins er að þessi kerti sóta ekki og kveikurinn styttist sjálfur, það þarf ekki að klippa hann til að halda kertinu sót fríu

                 - Munið Tilboðið -

 

Fréttir af starfseminni framh.


Það er töluvert um að fyrirtæki séu að fá kerti hjá okkur í gjafakörfur of stundum bæta þeir við kertabökkum sem eru hannaðir af Kristínu í Heillagripum Kristínar.
glerreykelsistandur4.jpgNú þegar allt er á fullu í jólakertunum, bað Snyrtistofan Myrra hér á Selfossi að hanna fyrir sig ilm í kerti til að nota á stofunni hjá sér og hafa til sölu. Þetta tókst okkur að gera á stuttum tíma og nú angar hjá þeim af Myrru special, þessi kerti eru eingöngu seld hjá þeim og er ilmurinn yndislegur, það er um að gera að kíkja á þær á nýja staðnum á Eyravegi 38.kanill.jpg


Verið ekki feimin við að setja ummæli um þau, ég þarf líka að fá gagnrýni og lof til að geta haldið áfram að gera góða vöru enn betri.

Söluaðilar Töfraljósa um landið



Hér eru þeir aðilar sem selja kertin okkar þessir:

Handverks Galleríið Laugarvatni

Norska Húsið Stykkishólmi

Sjafnarblóm Selfossi

Spirit á Akureyri

Innrömmun Suðurnesja í Reykjanesbæ

Saltfisksetur Íslands í Grindavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Auðuns

Hvernig væri nú að senda systur sinni fréttabréfið

Kærleiksknús

Vibba

Vilborg Auðuns, 4.11.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 13:53

3 identicon

alltaf vantar eina í reykjavík

lakkríslykt ?? er það til ?

Hulda (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Systir þú ert búin að fá bréfið

Ég á lakkrísinn en er ekki farin að gera hann ennþá, viltu fá svoleiðis í stóru kerti það endist lengur

Já Hulda það er til lakkrís ilmur, alvöru súkkulaði líka, ætlaði að fara að búa til stórt kerti sem á að heita Draumurinn eða eitthvað í þá áttina með lakkrís og súkkulaði :)

Helga Auðunsdóttir, 5.11.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Ninna takk !!

Helga Auðunsdóttir, 5.11.2008 kl. 18:55

6 identicon

hvernig er að senda "syster in crime" fréttabréf.

Verða  að fara að koma austur,

Hólmfríður Sgurðardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Vilborg Auðuns

Hæ syssa mín,

Já ég fékk fréttabréfið og það er æðislega flott hjá þér..... Þú ert alltaf pottþétt enda ertu systir mín og fékkst allar gáfurnar í fjölskyldunni...

Stórt knús og fullt af kossum

Vilborg Auðuns, 5.11.2008 kl. 21:27

8 identicon

Iss hjá mér logar á RAUÐVÍNI OG RÓMANTÍK  aftur og hún er alveg æðisleg.

Takk Helga mín

(IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sko "sister in crime" Steini hefur ekki gefið mér upp emailið þitt..hmmm held hann sé hræddur um að við gætum farið að hafa of mikið samband  svo þú verður bara að senda mér það á helga@tofraljos.com

Hmm.. þetta með gáfurnar skal ég ekki segja en takk systir mín þú er dásamleg systir og gott að eiga þig að.

Já Silla gerðu þær öfundsjúkar mér líst vel á það, kannski ég sjái strolluna koma austur, meira af þessu , gott að þér líkar ilmurinn vel.

Helga Auðunsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: Helga skjol

Jólalykt ekki slæmt. Það var flott hjá þér að setja inn síðuna hjá spirit því ég var satt að seigja búin að gleyma þessari búð, hún er á frekar óþæginlegum stað í bænum finnst mér.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 8.11.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Tína

Ohhhhh ég vissi að ég væri að gleyma einhverju. Man alltaf seint á kvöldin að ég hafi ætlað til þín!!!! Bráðvantar reykelsi

Tína, 11.11.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband