Fréttir af Töfraljósum
27.11.2008 | 00:54
Góðan daginn
Við vildum minna á að við verðum í Heiðmörk við Elliðavatn, í húsi Skógræktafélags Reykjavíkur dagana 29 -30 nóv og svo 13 -14 des. Dagskráin er þessi :
Laugardagur 29. nóvember Jólamarkaður opinn milli kl 11 - 17
Klukkan 12 á Hlaðinu - UPPLESTUR OG TÓNLIST
Einar Kárason les upp og harmónikkusveitin Eldborgin tekur nokkur lög
Klukkan 14 í Rjóðrinu - BARNASTUND
Þorgrímur Þráinsson les upp við logandi varðeld í Rjóðrinu og farið verður í útileiki
Sunnudagurinn 30. nóvember - opið milli kl 11 - 17
Klukkan 12 á Hlaðinu - UPPLESTUR OG TÓNLIST
Hallgrímur Helgason les úr nýútkominni bók sinni "10 ráð ...." og harmónikkusveitin Fönix þenur nikkurnar
Klukkan 14 í Rjóðrinu - BARNASTUND
Krístín Helga mætir með Fíusól er flottust og les upp fyrir börn og foreldra við eldinn í Rjóðrinu og svo verður farið í leiki.
Tilboðið í nóvember er að renna út!
|
Vonandi sjáum við sem flesta sem hafa verið að bíða eftir að kertin okkar verði seld á höfuðborgarsvæðinu, nær fáið þið mig ekki til að koma :) smá grín.
kær kveðja
Helga í Töfraljósum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:56 | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá ykkur, ég kæmi örugglega ef ég væri aðeins nær

Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.