Stundum er lífið skrítið
12.1.2009 | 09:20
Ég hef lítið bloggað hér nema um kertagerðina, en núna þegar lífið fer að velta á sínum normal hraða og allt er fallið til baka í "daglegarútínuna". Stóri strákurinn minn er kominn heim til sín í Danaveldi, svo hér er dálítið tómlegt. Nú er bara unglingurinn og dúllan mín eftir heima. Eins og það sé svo sem ekki nóg til að halda lífi í heimilinu :) Bæði yndisleg eins og hin fallegu börnin mín sem eru flutt að heiman.
Ég druslaðist loksins til taugalæknis eftir síðasta áfallið af GBS og hann var bara þokkalega ánægður, aukin styrkur, enda hefur hann ekki séð mig í ár :) En hann vill senda mig í smá aukaþjálfun og endurhæfingu á Reykjalund. Vonandi kemst ég inn þrátt fyrir niðurskurð hjá heilbrigðisráðherra. Hann mælti með að ég héldi áfram minni venjulegu rútínu með sjúkraþjálfun og marg endurtók að ég mætti alsekki skrópa í henni. Svo núna er ég að herða upp hugann og fara að hringja í blessaðan þjálfarann og fá tíma, ég er búin að skrópa síðan í nóvember, en þá skall jólavertíðin í kertunum á og ég hafði ekki þrek í bæði æfingar og vinnu. Og að sjálfsögðu hafði vinnan yfirhöndina eins og alltaf hjá mér, ég læri seint að sameina þetta tvennt :).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá þig hérna aftur mín kæra og farðu vel með þig
Helga skjol, 12.1.2009 kl. 10:02
Gleðilegt árið Helga mín með þökk fyrir það liðna.
Já og takk fyrir síðast Hvenær ætli við fáum okkur kaffi saman aftur
(IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:13
Sömuleiðis nafna :) ætla vera pínulítið duglegri núna fyrripartin af árinu :)
Silla mín, ætli ég komi ekki í kaffi næsta sumar, ætlum að bregða undir okkur betri fætinum í sumar og fara norður og dóla okkur þar :)
Helga Auðunsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:34
Kannski verðum við bara saman á Reykjalundi syssa mín..... þá verður sko stuð ;-)
Knús
Vilborg Auðuns, 12.1.2009 kl. 17:45
Gleðilegt nytt ár og gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 19:55
Jibbí mér líst vel á það.
Var að taka til restina af lager mínum og heldur þú að ég hafi ekki fundið fjársjóð.....2 kerti,,,,,, og allt ilmar dámsamlega af appelsínu
(IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:11
Hæ Hæ
Gott hjá þér að fara í meiri sjúkraþjálfun, við hér erum að taka okkur til og fara í Danska kúrinn, og hreyfa sig vel og rækilega á hverjum degi, þá kemur orkan aftur.
Hlakka til að fara að ferðast með ykkur í vor
hafdis (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:20
hej, vona ad árid verdi gott og ilmandi- heilsur í bæinn
Birna Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:23
Gangi þér allt í hagin frænka vertu nú góð við þig og farðu til sjúkraþjálfara. Þeir gera kraftaverk ef þú ert dugleg. kv/úr Breiðholtinu
Jóhann Úlfars (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.