Sumir dagar eru verri en aðrir :(
26.4.2009 | 18:05
Þessi helgi hefur verið svona afturfótahelgi :) Hún byrjaði með því að ég heyrði heljarinar stunur frá Steina sem sat gengt mér í tölvunni sinni, og vitið menn, talvan hjá honum var eitthvað meiriháttar skrítinn, mér varð að orði svona er að vera downloada öllum fjandanum :)) en þetta er alltaf sagt við mig þegar mín fokkast upp.
En öllu gríni slepptu þá var fj... talvan alvarlega biluð. Allur gærdagurinn fór í að finna út hvernig hægt væri að bjarga gögnum.. sko við erum dugleg að ráðleggja fólki í að taka afrit en svo vill til að við erum heldur löt við það sjálf :) en þetta bjargaðist allt fyrir rest. en Steini er hálf tölvulaus þar sem hann er bara með einn disk af guð má vita hve mörgum í gangi núna.
Svo var ég að gera klárt til að steypa kerti í dag og skaust inn til að ná í bolla en þegar ég er í útidyrunum þá kallar Steini og brunaboðinn fer í gang því það hafði kveiknað í potti úti í kertagerð.. já shit happens !! ég var heldur snögg að fara út og grípa eldvarnateppið og kæfa eldinn, en skaðinn var skeður og nú bara er að doka eftir því að ilmurinn af sótinu verði svona bærileg svo ég geti farið að þrífa og fara vinna aftur, en svo ætlar elskan hann Smári okkar að senda jónatæki úr bænum til að hreinsa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já það er alltaf fjör hjá ykkur ;)
vigga (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:45
Dagurinn í dag getur bara orðið betri en þetta, gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 27.4.2009 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.