Færsluflokkur: Bloggar
Steini glotti...
31.8.2007 | 15:21
þegar hann las síðustu færslu, honum varð að orði mín bara orðin ábyrg mamma.. hmmm mér varð að orði ég hugsa allvegana um það . Ég finn orðið alvarlega fyrir því að vera orðin minnihluta hópur á heimilinnu þ.e. dætur mínar eru fluttar að heiman, við stóðum nefnilega þéttar á móti karlaminnihlutanum. En nú er ég ein og þeir tveir. Og getið þið ímyndað ykkur að Steini Gunn hafi gaman af því... jamm.. en ég næ nú samt syninum oft með mér á band. Enda segir Steini að ég hafi einstakt lag á að koma inn samviskubiti inn hjá drengnum svo hann snúist á sveif með mér. En ég er vissum að hann hefur bara réttlætiskenndina á hreinu, og stendur með þeim sem hefur rétt fyrir sér hverju sinni og það er oftast ég
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustið er komið eða hvað..
31.8.2007 | 14:58
það eina sem minnir á haust er að skólarnir eru byrjaðir, en með því að segja við börnin, þið þurfið ekkert að læra fyrstu vikuna, hvað er í gangi. Ég hélt að það hefði verið lengt skólaárið af því að ekki næðist að fara yfir allt námsefni. Hjá mínum dreng er ástandið þannig að umsónarkennarinn er ekki mættur hann er í sumarleyfi úti á Spáni. Hvaða boðskap er þetta að senda börnunum, jú að það sé allt í lagi að taka sér frí, jú þau eru bara í skólanum til að vera í honum enn ekki til að vinna. Satt best að segja finnst mér þetta mjög undarleg vinnubrögð sem eru hjá þessum ákveðna bekk sem sonur minn er í. Ég þakka fyrir að hann er duglegur að læra þegar kennt er, en ég er farin að kvíða fyrir því þegar hann kemst alvarlega á gelgjuna búin að upplifa það að kennarinn hans ber enga virðingu fyrir börnunum sem hann kennir. Nú spyr ég hver ber ábyrgðina á agaleysi í skólum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja að koma mánaðarmót og
30.8.2007 | 12:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðan ritskoðuð af Steina Gunn
30.8.2007 | 01:07
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
endilega takið þetta próf..
29.8.2007 | 13:39
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja þá er elskan komin á loft
27.8.2007 | 22:42
Það náðist loksins að klára verkið, sem náttúrlega klárast aldrei, því síður þurfa jú víst að vera lifandi.
Hér getið þið litið á þessa elsku mína og sagt mér hvernig ykkur líkar.
Þetta er það sem ég hef verið að fela mig á bakvið síðustu vikur og ekki verið mikið að skoða ykkur vinkonur mínar enda er þetta meira en að segja það að breyta svona gjörsamlega um útlit.
Af mér er það að segja að ég náði að vera í tæpa 2 tíma úti í kertagerðinni minni og var á fullu að gera kerti og reykelsi. Svo vonandi get ég tekið til við að vinna við kertin meira en ég hef gert undanfarið. Ég er öll að hressast og styrkjast, en svo sem ósköp skrítin til gangs ennþá en vonandi breytist það ef ekki nú þá er ég tilbúin þegar ég fer á elliheimilið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vá frábærar fréttir
25.8.2007 | 12:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skrítin þessi tilvera mín
20.8.2007 | 21:15
Ég er alltaf að reyna að gera hlutina sjálf, ekkert svo sem skrítið við það. En ég var orðin frekar þreytt á að biðja um hjálp við að skipta á rúmunum, svo ég ákvað í morgun að reyna þetta sjálf. Það var svo sem ekkert mál að taka rúmfötin af, en svo kom að því að finna ný rúmföt, kemst ekki upp á stól svo nú varð ég að teygja mig og svei mér ef ég hef ekki stækkað um 1 - 2 cm við þessar teygjur, (rúmfötin eru uppi í efri skáp) reyndi að standa á tánum en það virkaði ekki, nú ég náði rúmfötunum niður í nokkrum teygjum. Svo var næst á dagskrá að koma lakinu á rúmið, byrjaði á einu horninu... svo var staulast að næsta.. ég fann hvernig svitinn var farinn að leka í straumum niður bakið á mér, þakkaði fyrir að vera í fötum sem tóku vel við annars hefði farið að myndast pollur á gólfinu, en loksins náði ég síðasta horninu og vá ég settist niður, en skaust upp aftur þegar ég fann að buxurnar voru blautar, ætlaði sko ekki að þurfa skipta aftur um lak. Svo það var bara ekkert með það að ég varð að klára þetta og komast í sturtu, þetta tíu mínútu verk var orðið að næstum klukktíma verkefni, og það mátti nánast vinda mig. Það lá við að ég færi í ískalda sturtu til að stoppa svitan sem streymdi stanstlaust niður. Ætlaði sko að leggja mig eftir þessa þolraun, en besta vinkona mín kom þá í heimsókn, og eftir að hafa skolað niður nokkrum kaffibollum ákvað hún að taka inn sessurnar úr stólunum úti, það var víst von á rigningu, ég var henni afar þakklát. Þegar hún var að ganga út kom kona frá féló að meta hversu mikla þjónustu ég þyrfti, vinkona mín hafði verið flokkstjóri hjá heimaþjónustunni sagði henni hvað ég þyrfti. Ég hef ekki alveg sætt mig við að þurfa þessa þjónustu, enda hef ég yfirleitt gert allt sjálf, en núna er ég svo háð að fá hjálp við hina undarlegustu hluti eins og að skúra gólf.
Jæja svo kom nú að því að ég ákvað að nú væri tími til kominn að leggja mig, heyri ég þá hlátrasköll sem nálgast húsið hættulega mikið, er þar komin mín kæra vinkona Jóna Stína og Ásdís, ég get alveg sagt það og meina það, þessi ferski andblær sem kom með þeim skvísum gerði það að verkum að ég fann þreytuna hverfa og við sátum og hlógum, og lífið var dásamlegt, leyfði Ásdísi að kíkja inn í kertagerðina. Henni fannst ilmurinn ekki slæmur þar inni .
En svo þegar þær voru farnar þá slappaðist ég niður og lagði mig og er nú á leið til dóttlu minnar að föndra smá ... erum alveg að verða hugfangnar af skrappinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Notebook, ein fallegasta mynd
19.8.2007 | 13:39
ever, já við hjónakornin settumst niður og horfðum á þessa yndislegu mynd. Það er sorglegt hvað alzheimer getur leikið alla grátt, en þetta er lífið þegar sjúkdómur sem þessi herjar að. Kannski tökum við þetta ennþá meira inn á okkur þar sem mamma Steina er með alzheimer og þekkir okkur bara stundum. Þau augnablik eru dýrmætari en nokkur grunar.
Okey þetta var smá sunnudagspistill ekki langur, megið þið eiga fallegan dag öll þarna úti sem lesið þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brandarar
18.8.2007 | 09:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)