Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á Framsókn ekki klukku ?

Ég er eiginlega mjög undrandi á framkomu Framsóknar hér á Suðurlandi. En þeir eru að senda skilboð á einkennilegum tíma svo sem um miðnætti þegar allir venjulegir vinnandi menn eru sofnaðir og hrökkva upp við símhringingu, og stressinu heyra þeir rödd Guðna Ágústssonar lesa þeim Framsóknarræðuna. Þetta virkar ekki til að fá fólk til að kjósa Framsókn heldur alveg öfugt. Ég er sjálf alin upp á miklu Framsóknarheimili, afi minn missti vinnu vegna þess að hann var í framboði fyrir Framsókn en þetta var í árdaga flokksins. Hann afi minn hefur örugglega snúið sér við í gröfinni þegar Guðni og hans kumpánar tóku upp á að hringja svo seint að kveldi í fólk. Já Framsóknarflokkurinn er breyttur flokkur og ég vona að hann afi minn fyrirgefi mér að ég kjósi ekki flokkinn í þessum kosningum, því hann hefði aldrei ónáðað fólk eftir kl. 22 með áróðri.

Hvar eru litríku stjórnmálamennirnir okkar ?

Ég fann það svo þegar ég horfði á Silfur Egils, hvað okkur bráð vantar menn á borð við Jón Baldvin. Þarna var komin þessi gamla tilfinning að það væri gaman að hlusta og horfa, gat ekki slitið mig frá sjónvarpinu. Hvort sem ég er samála Jóni Baldvini eða ekki þá var svo margt sem hann sagði svo rétt og þetta að vera að dreifa sér í marga flokka er svo vitlaust sem mest getur verið. Því svo er að sameinaðir sigrum við, sundraðir föllum við, það má segja að nákvæmlega það þegar talað er um vinstri öflin í landinu. Já nú eiga vinsti öflun að sameina sig og sýna þjóðini að það er hægt að stjórna með velferðar og menntamál í forgangi. Eins og Jón Baldvin réttilega benti á að margt að því sem hefur stýrt velmeguni hér á síðasta áratug er vinstri stjórninni sem hann sat í að þakka. Við megum ekki horfa bara á síðustu mánuðina hjá stjórnarherrunum það þarf að skoða lengra aftur í tíman og gera sér grein fyrir hvað hefur áunnist og hvað hefur tapast á þeim árum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verðið við stjórnvöldin.

 Allt er fallvalt í þessum heimi og við þurfum sem þjóð að setjast niður og gera upp við okkur hvort við viljum að fleiri og fleiri borgi minni skatta til þjóðfélagsins eða hvort allir borgi glaðir skattana sína og fái í staðin velferðarkerfi sem við getum notið hvort sem við erum rík eða fátæk.

Nú er ég komin langt frá því að tala um litríka stjórnmálamenn, svona gerist þegar andríkið grípur allt Jóni Baldvin að kenna, hann hrærir upp í langtíma minninu


Ein sit ég og sauma....

Já þetta hvarflaði að mér þegar dóttir mín kom og aðstoðaði mig við að stytta buxur á tengdamóður mína sem er nú á hjúkrunarheimili. Ég leit í blöðin og hélt að ég gæti skoðað eitthvað svona í laugardagsblöðunum, en vitið menn ekkert nema auglýsingar og um hvað, jú það eru  víst kosningar í nánd. Svo kveikirðu á sjónvarpinu og þá hefst auglýsingahrina um hvað allir svo góðir og lofa svo miklu. Ég hugsaði til gömlu konunar og hvernig hennar aðstaða er í dag, kona sem skilaði góðu dagsverki, en hún er með annari konu í herbergi og gat aðeins tekið lítið af sínum persónulegu munum með sér. Ég heyri að allir flokkar lofa og lofa að gera eitthvað fyrir þennan hóp sem hefur skilað sínu til þjóðfélagsins. En það er ekki nóg að lofa, það þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Ég auglýsi hér með eftir flokki sem er tilbúin að standa sig í þessum málum og sagt með hverjum hann ætlar að starfa eftir kosningar. Því loforð og ímynd flokks skiptir engu ef málefnin eru innantóm eins við höfum svo oft orði var við hjá stjórnmálamönnum þegar þeir hafa komist til valda.

Er hægt að vera meira leiðandi ?

"Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur eftirfarandi spurningum:
„Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

 Hvernig haldið þið að sé að svara svona spurningu nema með því að segja ÍHALDIÐ!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi með fólkið í landinu !

Mér finnst nóg komið af smáframboðum. Ótrúlegt að sjá landan taka þátt í þessari vitleysu. Hver græðir á þessum framboðum jú stjórnarflokkarnir, þeir sem sitja þar í stjórn glott örruglega út í annað og vona að fleiri svona framboð á vinstri og hægri vængnum birtist. Því ekkert nær trúföstum sjálfstæðismanni frá flokknum sínum, sama gildir um framsóknarmenn. Ég er þeirra skoðunar að hér á landi ættu að vera 2 flokkar eða persónukosning í hverju kjördæmi þannig að þeir bestu kæmust að á þing. Við erum fámenn þjóð og þurfum ekki á að halda að þurfa að velja um 7 flokka, þegar við göngum að kjörborði. Það hlýtur að vera hægt að sameina sig undir þessa 5 flokka sem eru á Alþingi í dag.
mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband