Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Dagur 3 á biðinni á bráðamóttöku
6.1.2017 | 12:54
allt sem er sagt um lansinn í fjölmiðlun er svo satt. Hér er ekki pláss sama á hvaða deild er verið að tala um. Það er ekki til nóg af einangrunarplássi þannig að fárveikir flensusjúklingar eru látnir vera úti á gangi sem gerir það að verkum að þeir sem ekki eru flensu sprautaður eru í stór hættu. Fyrir mér er flensa eitt það versta sem ég get fengið því ónæmiskerfið mitt þolir það ekki og ég sleppti henni í haust því ég verð slöpp af henni og ég hafði ekki tíma fyrir aumingjaskap sem gæti komið mér í koll nú.
annars er hugsað vel um okkur og allir að gera sitt besta, hér er mikið af tungumálavandamálum margir tala enga ensku af sjúklingunum. Ég væri sjálf að fara yfirum að fá túlk einu sinni á dag fyrir þessa sjúklinga.
Mig langaði eða tala um þetta á kómískan hátt en samkenndin er svo mikil fyrir starfinu hér á spítalanum að ég get það ekki:)
Jæja en er ég komin á Borgó
5.1.2017 | 17:43
Ég ætla seint að skilja að sumt á ekki að gerast aftur og aftur en hér er ég með GBS í 3 skipti á 11 árum. En núna fer ég í fleiri rannsóknir en áður og vonandi finna þeir út hvað veldur endurtekningunum. Sem betur fer eru þetta bara fætur og ég get staulast um og geri því að liggja er drepleiðinlegt ef þú getur staðið. Er búin að taka tvo labbitúra í dag og rosalega var ég þreytt líkaminn hélt hann hefði verið í fjallgöngu.
Þetta er allt skrítið hér ligg en á bráðamótöku eftir sólahring og gangar fullir af fárveikufólki. Og landlæknir segir að þetta sé bara sýndarleikur hjá spítalanum. Hrædd um að landlæknir mundi ekki líka að vinna undir þessu álagi sem hjúkrunarfólk er undir hér. Mesta áhyggjuefnið hér núna að flensusjúklingar smiti okkur hin sem erum hér inni því það er orðin slatti af flensu fólki á göngunum.
Fór í taugarita og ég varð svo undrandi að sjá að stjórnborðið var það saman og var notað fyrir 11 árum út slitið og sambandsleysi í tökkunum. Þetta er bara lítill hluti að vandamálum hér innanhús.
Já life ís á bitch og við hjónakornin tökum þessu með æðruleysi nú er bara ein leið og hún er upp:)
Fréttir af hinu og þessu
28.5.2015 | 14:21
Nú eru liðin svo lítið sem 9 ár síðan ég fékk GBS, og það hefur verið upp og niður hvernig hefur gengið svona þegar á heildina er litið. Með því að æfa hélt ég mér gangandi en í vetur hefur verið þannig staða að ég hef ekki haft orku í að æfa með öllu því sem gengið hefur á. Það kemur svo sannarlega niðrá mér, fæturnir verða óstöðugir og ég þarf meir og meir að passa að ganga með stífa ökkla til að detta ekki um sjálfan mig. Það er skrítið þetta líf, sumt poppar upp aftur og aftur.
Við pabbi höfum haft mikil samskipti í vetur, en hann varð alveg blindur í haust og ég sé um að nóg sé til að mat og kíki til hans einu sinni í viku og gisti þá oft og gef honum eina heimaeldaða máltíð, þetta eru gull stundir og ég vildi ekki missa af því að fá að njóta þeirra. Pabbi hafði ekki mikinn tíma fyrir mig eftir að ég fór að heiman svo þetta er kærkomið hjá okkur að sitja og spjalla um lífið og tilveruna. Svo þó að ég gleðjist ekki yfir blindunni hans þá er þetta samt okkur til góðs sem feðgin að geta talað saman.
Við Steini sitjum sjaldnast aðgerðalaus og alltaf eitthvað fjör í kringum okkur, barnabörnin orðin 7, og við bæði búin að fá nöfnu og nafna :)) eitthvað sem er ekkert sjálfgefið í dag þar sem oftar enn ekki er skírt út í bláinn.
við versluðum eitt stykki hjólhýsi og er verið að gera það klárt fyrir ferðir sumarsins, ef sumarið kemur þá .
Af börnum er það að segja að þau dafna og menntast eins og enginn sé morgundagurinn og við gömlu förum í hverja útskriftina af annari og gleðjumst með þessum elskum, það er stúdentar og BA útskriftir og Doktor, já þeim er ekki fisjað saman. En það sem mest skiptir máli er að allir eru heilsuhraustir og líður vel með sínum.
Mislingar og bóluseting
23.2.2015 | 16:25
Þessi veirusýking er skelfileg og við sem fengum þennan andsk... sem börn munum flest eftir því, ég man að ég var í herbergi sem var ekki dregið frá svo dögum skipti og ég var inn og út í meðvitun vegna hversu hár hitinn var. Ég man óljóst eftir því að það gekk erfilega að koma vökva ofan í mig og foreldrar mínir voru hræddir að þetta væri mitt síðasta því hitin var svo mikill að hann sprengdi æð í nefi eða hálsi og það blæddi mikið og ofaní maga svo ældi ég eins og múkki blóði út um allt. Ég þakka fyrir í dag að þurfa ekki að horfa upp á börnin mín ganga í gegnum þessi ósköp. Svo ég ráðlegg öllum að bólusetja fyrir þessum skæðu sjúkdómum eins og mislingar og svo ekki síður skarlatsóttin hún náði mér líka og það var sama uppi með hana ég var sett í sóttkví og var annsi langt leidd en man ekki mikið eftir því var aðeins 4 ára gömul. Ég veit að margir foreldrar óttast alskonar afleiðingar af bólusetningu en hvað ef þú missir barnið þitt af því að þú bólusetir ekki, gætir þú fyrirgefið þér það, ekki ég,
Banvænn mislingafaraldur í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr dagur nýtt líf
6.6.2013 | 14:07
Já skrítin titill en svo sannur, ég fór í meðferð, í Blá Lóninu, í höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð eins og við köllum þetta á Íslandi. Mér hefur ekki liðið betur andlega í mörg ár, með því hurfu margir verkir sem hafa háð mér í mörg ár. Nú í dag viku seinna þá er eins og að núna sé hausinn á mér að springa því það er svo margt sem ég vil prufa í kertagerðinni. Það er eins og nýr heimur hafi opnast og ég er tilbúin í að skella mér í smá ham og prufa hluti sem mér hefur langað til að gera en alltaf talið mér trú um að aðrir gerðu þá betur eða bara var hrædd við að feta nýjar og ókannaðar brautir af minni hálfu.
Það voru margir meðferðaraðilar sem komu frá ýmsum löndum og við sem voru þarna sem þiggjendur á meðferðina vorum fæstir frá Íslandi. Þið geti farið inn á þessa síðu til að kynna ykkur þá sem starfa við þetta hér á landi upledger.is
Þarna lærði ég að hlusta á mína innri rödd, ég vona bara að mér beri gæfi til að halda áfram að hlusta á hana og hlýða. Mér hefur reynst það erfitt og alltaf farið svolítið fram úr mér. En núna eru kaflaskil og ég þarf að nýta þau sem best mér í hag og annarra sem fylgja mér í daglegu lífi.
Að verða ástfanginn af lífinu er yndisleg tilfinning og það upplifði ég í þessari meðferð, ást sem ég var að týna niður vegna endalausrar niðurbrots sem ég hafið skapað mér að mörgu leiti sjálf, en það er bara eins og það er lífið er ekki alltaf ljúft en það er hvernig við geymum niðurbrotið inni í okkur og hverfum í aftur til baka í það sem vont var en leitum ekki eftir ljúfu minningunum sem gera og gerðu okkur svo gott.
Ég sagði alltaf við sjálfan mig þegar ég lamaðist að nú væri ég að fara feta inn á nýjar brautir smátt og smátt hefur það komið í ljós að fólk sem hefur orðið á vegi mínum hefur hjálpað mér meir en það grunar og er ég afar þakklát að hafa fengið að kynnast svona yndislegu fólki. En ég var smeyk og hrædd að lenda aftur í sama farinu þ.e. að lamast aftur en þessi tilfinning hvarf í meðferðinni og ég fann að ég get staðið með mér en samt verið ljúf og óhrædd við að tjá mig og mínar tilfinningar.
Vá hvað ég get bullað hérna en svona er þetta víst að stundum þurfum við að setja hugsanir á blað og láta aðra vita að vera maður sjálfur er kraftaverk, við erum svo mörg með grímu til að verja okkar innri mann til að hann þurfi ekki að takast á við veruleikan hvernig sem hann lítur út.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já þetta er alvarlegt vandamál!!
27.5.2012 | 18:28
Haraldur Benediktsson: Ágangur á ræktarlönd bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já varð aðeins vör við þetta
27.5.2012 | 10:13
Bilun í netkerfi Símans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei ekki nýtt kúakyn!!!
13.2.2012 | 02:59
Mér er nokk sama hvað menn segja um að fá afurðarmeiri kýr til landsins, það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast. fyrir það fyrsta þá bera byggingarnar okkar þessar kýr þar sem þær eru töluvert stærri en kýrnar okkar. svo er ekki nóg með það þær sökkva hreinlega í jarðveginn og yrðu því svona inni dýr, og við viljum það svo gjarnan að það verðið verksmiðjurekin kúabú!, fáeinir bændur vel skuldsetnir vegna stórra bygginga og svo þyrfti stóraukin olíu og innflutning á allskonar stórvirkum heyvinnuvélum til að heyja frá vori, því ekki færu kýrnar út.. æ gleymdi einu, þær þurfa miklu meira kjarnfóður til að framleiða líterinn en okkar kýr.. ææ meiri innflutningur. ég hef aldrei séð neitt jákvætt við þennan málflutning og munið við fluttum inn holdagripi sem áttu að vera til kjötframleiðslu en svo kom á daginn að okkar gripir stóðu þeim alveg á sporði þegar var farið að fóðra þá rétt.
En verndum hið íslenska kúakyn með öllum ráðum til lengri tíma litið þá er það farsælast.
Vilja nýtt kúakyn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar stjórnsemin og skattar verða of miklir
30.8.2011 | 17:29
Eldri borgarar taka út peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bolludagurinn :)) ogfl.
7.3.2011 | 22:14
Já við vorum með smá kaffi hérna heima, fyrir heimilisfólkið og þá sem komust í heimsókn. Þetta var gömul hefð á mínu heimili að hafa Bollukaffið á sunnudeginum, og ég reyni að halda í þá hefð en er ekki alltaf dugleg við það. Svo man ég að mamma var alltaf að atast í Jónínu systur sinni hvor gerði stærri bollur, ég man eftir því að mamma setti lyftiduft í bollurnar til að vera 100% örugg um að vera með stærri bollur.
Ég skrapp í hjartaómskoðun og var spurð í þaula um eitt og annað og hann var alveg hissa hvað væri verið að senda manneskju sem væri á fullu í heilsurækt og göngu í hjartaómun, ef eitthvað væri að þá gæti ég ekki verið í þessu.
Annars er allt gott af okkur að frétta, ég þarf reyndar að vera í Reykjavíkinni fimmtudag og föstudag, vona að það komi allt vel út, ég segi frá því seinna :)
Mér hefur gengið vel að halda út í reykingapásunni sem ég er í :)))) þarf bara að eiga venjulegt tyggjó þá er ég góð :))) hef ekki notað neitt af nikótín meðulunum, enda nenni ég ekki að fara í gegnum það fráhvarf líka.
Ég er að vona að þegar nær dregur vori þá geti ég farið að ganga áleiðis upp Ingólfsfjall :))) ég er að reyna að styrkja fæturna vel og vandlega svo ég geti haldið út smá tíma án æfinga í sumar :) Annars keypti ég mér kort í ræktinni hérna í Selfosslauginni og þá get ég notað það á fleiri stöðum um landið og skroppið í ræktina þó ég sé ekki á Selfossi :)) það gerir ótrúlega mikið fyrir mig að vera í svolítið harðri þjálfun á fæturna, til að fá þær til að finna og verða næmari á að ég get gert meira en bara að ganga. Vinstri fóturinn er alltaf að stríða mér, ég sagði nú við Viggu sem var að deyja úr harðsperrum í fótunum að ég öfundaði hana, ef ég geri of mikið þá fæ ég í mesta lagi krampa eða sinadrátt, en harðsperrur hef ég ekki fundið síðan ég lamaðist. Sumum finnst ég örugglega biluð, en þetta er afskaplega skrítið að geta ekki sagt sér hvaða vöðvar eru að vinna, ég þarf að þreifa til að vita það. :))) En svona er þetta ennþá 4 árum eftir að blessað GBSið mitt.