Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Jæja.. best að sitja eitthvað niður á blað.
1.2.2011 | 19:48
Já sko.. sumir segja loksins, en ég segi einn dagur í einu, þannig díla ég við það að hætta að reykja, Jói minn ég hætti á afmælisdaginn þinn, ég ætlaði að hætta 6.2 en ég tímdi ekki að kaupa mér sígarettur:))) gamla nískan kom upp í mér, lá við að ég keypti mér til að vefja sjálf en ég sló á puttana því það þýðir alltaf að maður fer út í að kaupa tilbúnar sígarettur.
En hvað um það, ég er byrjuð í einkaþjálfun og gengur bara nokkuð vel þó ég geti ekki hlaupið á bretti. Ég hjóla þeim mun meira. Ágætt að láta sparka aðeins í sig til að koma sér á stað og svo er þetta gott því það tekur tíma frá því að væflast um og eiga í erfiðleikum hvað eigi að gera með puttanna :)). Svo er ég farin að geta labbað meira úti svo við Kolka njótum þess að fara í göngutúra:).
Náði Steina í einn göngutúr, en hann sagði þegar ég hætti að reykja þá færi hann að hreyfa sig.. ef hann gerir það ekki nú þá verð ég bara að byrja aftur!!! að reykja jókur :)))))
Reyndar er ég skíthrædd við að hætta og verð sjálfsagt að fara heimsækja gamla lungnalækninn minn og fá lyfin mín bæta aðeins í safnið, ætla samt að sjá til í nokkrar vikur og sjá hvort einkennin af heysóttinni aukist eða hvort ég geti funkerað án lyfjanna ef ég þarf ekki að vera að ryksuga og þurka af. En spurning hvort að húsmóður sé boðið upp á svoleiðis lúxus.
En nóg af þessu væli. Ég er í fullu fjöri eins og tek því sem að höndum ber þegar það bankar upp á:).
Kannski ég byrji bara að blogga aftur, farið að leiðast á fésinu :))))
11.1.2011 | 23:26
Margt hefur á daga drifið síðan ég bloggaði hér síðast um GBSið og hvernig ég hef dafnað. Mér skilst að ég sé bara heppin að vera á fótum miðað við allt. Enda er ég endalaust þakklát þeim sem studdu við bakið á mér á meðan ég var að koma mér upp úr stólnum, og standa enn diggann vörð um mig. Ég hefði ekki getað þetta án þeirra, þá á ég við fjölskylduna mína og vini. Kertagerðin blómstrar sem aldrei áður og við Vigga og vinkona hennar vorum á haus allan nóvember og fram undir 20 desember, og ég sem hélt að þetta yriði svipað og í fyrra , en það var meira. Og alltaf er ég hissa hversu vel blessuð kertin seljast, á kannski að vera búin að fatta að þau eru bara nokkuð góð hjá mér.
Ég er útskrifuð frá Borgaspítalanum endanlega og þarf ekki þangað inn nema ef einhver annar í familíunni þarf á aðstoð þeirra að halda. Steini minn þurfti á þeim að halda í haust og þá var ósköp gott að vera í öruggum höndum staffsins á Borgó.
Ég hef verið þokkalega dugleg við að hreyfa mig, en aldrei nóg, svo nú á að taka á þessu öllu og skella sér í einkaþjálfun hjá tveim dömum sem eru að útskrifast frá Íþróttaháskólanum. Þær eru með eitt stykki rannsókn á konum á Selfossi frá 35 - 55 ára aldri ég benti þeim á að ég væri kannski ekki dæmigerð kona þ.e. að ég er með ýmsar sérþarfir t.d get ekki hlaupið, gengur illa að ná hjartslætti upp í brennslu og fleira í þeim dúr, en ég held ég hafi litið út sem spennandi verkefni þegar ég var að reyna að telja úr þeim kjarkinn . Svo nú er það bara að bretta upp ermar og fara í keyrslu. Bara gaman sjáumst fljótlega hér og þá verð ég með meira uppdeit á mér og mínum.
Verður þetta ekki bara minnisvarði um stóriðju á Íslandi.
11.1.2011 | 19:56
Sala á Elkem breytir engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það var og ...
2.10.2010 | 08:24
Ekkert sett í Lífeyrissjóð bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
hmm mætti bara ekki segja sig frá þessu NATO til að spara fyrir ríkið!!!
1.10.2010 | 16:11
Hér er allt á fullu :))
3.4.2010 | 10:24
Svo virðist sem kertagerðin fari í lítið frí þetta sumarið. Það er pantað úr öllum áttum og virðist sem allir ætli að halda sig við að kaupa íslenskt þetta árið :) sem er vissulega gott, vildi óska að þetta hefði verið hugsunarhátturinn alltaf. Að við værum stolt af því sem við framleiddum í landinu en ekki með endalausa minnimáttarkennd gagnvart því að kaup það sem íslenskt er. Í dag ættum við frábæra húsgagnasmiði og fleiri flotta iðnaðarmenn ef við hefðum ekki talið að það væri betra að versla frá útlöndum í gegnum árin. En sök bítur sekan, og við sitjum því uppi með atvinnuleysi og kreppu vegna græðginnar sem við að mörgu leiti sköpuðum sjálf. Já það kom að því að við yrðum að leita á innri markað til að fá vörur sem eru á verði sem við ráðum við.
En hvað um það, nú þegar gýs á Fimmvörðuhálsi og allir flykkjast þangað eins og enginn sé morgundagurinn, þá verðum mér oft hugsi. Ég er ekki ein af þeim sem hef farið og skoðað þessa dýrð, enda finnst mér þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt að vita af þessu í næstu sýslu. Kannski af því að við hér á Suðurlandi hræðumst líka að Katla fari á stjá og vitandi að þá verður hræðilegt ástand í landinu, þó mest og best í kringum Kötlu gömlu. Þó svo að allir mælar séu til staðar treysti ég þeim ekki, því hver segir hvernig gos fer á stað, þeir vissu nú ekki af nýju sprungunni, allir okkar fræðingar. Já náttúran er svo margbreytileg og þeir sem hafa kynnst henni vita að það er aldrei að vita hvað gerist næst.
jæja best að hætta þessu og fara gera sig klára á Gónhól en þar erum við í dag, frá kl. 13 - 17 , endilega kíkið þar er margt að skoða og sjá :)))
GBSið mitt - smá uppfærsla af stöðunni
14.3.2010 | 09:06
Já mér tekst ekki að halda GBS frá mér. Síðan í sumar hef ég dofnað meira upp og enginn skýring á því nema að ég er heppin að vera á fótum eða svo segja læknar. Nú er svo komið að dofinn hefur aukist í höndum og er ég dugleg við að missa allt út úr höndunum á mér ef það er í minni kantinum, því tilfinningin er frekar slöpp fyrir litlum hlutum þegar taka á þeim. Fæturnir hafa verið mér erfiðir og þarf ég stöðugt að hugsa um að reka ekki tærnar í og að þeir fylgist að í takt, svo ég detti ekki um þá enda eru þeir stundum verulega fyrir . Ég var rekin í sundleikfimi og það gerir mér reyndar gott, en um langan veg er að fara þar sem ég fer til Hveragerðis á Náttúruna, en þar er góð aðstaða, bæði í sturtu og laug. Ég hef verið frekar léleg við að nota salinn í sjúkraþjálfuninni, því að það er komin töluverður leiði í mig að vera í tækjum, þó svo þau geri mér gott, þá finnst mér sundið gefa mér meira. Æfir betur jafnvægisþáttinn sem gerist lítið í salnum. En er mér eina mikilvægastur í daglegu lífi. Því þegar jafnvægið er slæmt á ég slæman dag, það er nefnilega töluverð kúnst að halda jafnvægi skal ég segja ykkur. En nú þegar daginn fer að lengja vona ég að það fari að léttast róðurinn og ég geti verið hressari, ég var nefnilega svo viss um að þetta myndi allt hverfa og ég yrði sem ný. En ég verð víst að sættast á að mér er það ekki ætlað, minnsta kosti ekki alveg á næstunni en hver veit, ég held alltaf í vonina, og hún er mitt sterkasta vopn í þessari baráttu.
En þangað til næst stórt knús á ykkur öll
Já það fækkar mótmælendum íslands
31.12.2009 | 02:19
Mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að fara í frí á ögurstundu!!
31.12.2009 | 02:10
Hlé á þingstörfum til 26. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já Skór !!
6.10.2009 | 14:20
Já það var farið að kvarta að ég skrifaði ekki lengur hér en hér með bæti ég úr því.
Kannski af því að ég er svo glöð að geta farið út gangandi, ég hef verið í þeim málum frá því í júlí að geta lítið sem ekkert gengið vegna verkja í fótunum. En núna er búið að sérsmíða skó fyrir mig og ég get farið út og labbað . Við Ýmir fengum okkur góðan göngutúr í morgun, og svo fór ég og fékk mér göngu um hádegið aftur. Svona til að venja fæturna við nýju skóna. Þetta er eins og fá nýtt líf. Ég vona bara að þessir skór reynist mér vel, ég þarf svo mikið á því að halda að geta farið út í göngutúra, segi nú ekki ef ég get komist út fyrir malbikið þá verður þetta fullkomnað.