Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Snæfelsnesið heillar
19.6.2009 | 06:59
Ég var ekki viss hvernig ég ætti að setja inn fyrirsögn á þetta blaður í mér :)
Ég er farin að taka lengri göngutúra og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við skruppum á Snæfellsnes um síðustu helgi og þar tók ég nokkra göngutúra og meðal annars lallaði ég og Ýmir upp á smá hæð og tók ég þessa mynd þar, þarna eru drangar sem heilluðu mig mjög, en Kolli Siggi fór heldur nær þeim en ég treysti mér ekki niður bratta brekku til að komast að þeim
Þarna er peyinn lengst í burtu. Vá hvað það er æðislegt að finna það frelsi að vera ekki fastur á einhverjum eða með hækjur að brölta þetta.
Þetta var yndislegt frelsi og í Ólafsvík voru hross í girðingu rétt hjá og ég varð að koma við þau. Sem ég og gerði við litla hrifningu Ýmis, sem var með mér.
Hann urraði og sýndi sínar verstu hliðar, enda hafði hann lent frekar illa í þessum skepnum og fannst ég vera heldur hrifin af þessum bleiku hrossum sem gerðust frekar frek við okkur en áttuðu sig nú fljótlega á að ekkert brauð var að fá hjá mér.
Við lentum fyrst í Stykkishólmi, í einstöku blíðviðri. Við kíktum á Norska húsið en þar er verið að selja kertin mín og var gaman að sjá þau þar. Finnst alltaf jafn skrítið að sjá þau annars staðar en hér heima.
Já það er komið sumar :))
11.6.2009 | 01:02
Ég er afskaplega ánægð með strákana mína þessa dagana. Þó Steini líti stundum illum augum á mig og segir með mæðu tón það þarf að slá í dag, sko búfræðingurinn kom upp í mér og mér fannst verða orðið mál að henda á blettinn smá korni, ég var mjög hófleg núna, síðast setti ég 10 kg á þennan blett okkar og það þurfti að slá daglega ef vel átti að vera. núna fór tæplega 5 kg af graskorni, annað eins af trjákorni. svo ég er afskaplega ánægð með gróskuna :) En svo er ég að svæla Steina aðeins inn í kertagerðina og hann pakkaði í gær hjá mér, og varð svona fallega útitekin en með töluverðum kláða.. sko hann þolir ekki ilmefni sérstaklega ekki þega ég er að malla þetta saman við vaxið.
Við skrupum í útilegi sem var bara nokkur næs, Við vorum á Álfaskeið, það mæti hafa kerti eða vasaljós föst inni á klósetunum þegar var farið að skyggja sást lítið hvað var að gerast.
Það er allt gott um Álfaskeið að segja, frábært að sjá hrossin far fram og til baka þarna, þetta kítlaði mig aðeins, var að hugs um að skrönglast niður til Simma í Syðra Langholti og biðjan um að teyma undir mér til að sjá hvort ég geti þetta ennþá.
Hestadellan er oft frekar stutt undan. Ég fann þegar hún dótlan min kom úr prinsessuferðina hvða þetta togar enn í mig.
Kannski tala ég bara við Gunnsa í Steinisholti, og fæ að fara einhverna smá ferð með þeim með óvönum.
ég mæli með að þeir sem ætla að leggja land undir fót geri það hér á suðurlandi því hér er margt að skoða. Og sunnlensk gestrisni er yndisleg.
Sumir dagar eru verri en aðrir :(
26.4.2009 | 18:05
Þessi helgi hefur verið svona afturfótahelgi :) Hún byrjaði með því að ég heyrði heljarinar stunur frá Steina sem sat gengt mér í tölvunni sinni, og vitið menn, talvan hjá honum var eitthvað meiriháttar skrítinn, mér varð að orði svona er að vera downloada öllum fjandanum :)) en þetta er alltaf sagt við mig þegar mín fokkast upp.
En öllu gríni slepptu þá var fj... talvan alvarlega biluð. Allur gærdagurinn fór í að finna út hvernig hægt væri að bjarga gögnum.. sko við erum dugleg að ráðleggja fólki í að taka afrit en svo vill til að við erum heldur löt við það sjálf :) en þetta bjargaðist allt fyrir rest. en Steini er hálf tölvulaus þar sem hann er bara með einn disk af guð má vita hve mörgum í gangi núna.
Svo var ég að gera klárt til að steypa kerti í dag og skaust inn til að ná í bolla en þegar ég er í útidyrunum þá kallar Steini og brunaboðinn fer í gang því það hafði kveiknað í potti úti í kertagerð.. já shit happens !! ég var heldur snögg að fara út og grípa eldvarnateppið og kæfa eldinn, en skaðinn var skeður og nú bara er að doka eftir því að ilmurinn af sótinu verði svona bærileg svo ég geti farið að þrífa og fara vinna aftur, en svo ætlar elskan hann Smári okkar að senda jónatæki úr bænum til að hreinsa.
Nú er verið að laga bílinn :))
20.4.2009 | 02:31
Er salurinn tvíbókaður og það er korter í fermingu!!
2.4.2009 | 13:07
Ég varð fyrir undalegri reynslu á þriðjudaginn síðasta, og nóta ben það var ekki 1. apríl. Það er hringt í gemsann minn milli 3 - 4 og maðurinn kynnir sig og segist heita Ólafur, og spyr mig hvort ég sé á vegum M.E. það kemur hik á mig og ég segi nei. Þá segir hann ja hann kannist bara ekki við að ég hafi pantað sal hjá sér. Mér verður að orði " þú ert að grínast í mér" nei segir hann mér er dauðans alvara. Og bíddu við hvað var í gangi, jú sko ég hafði hringt eftir jarðskjálftann og pantað sal hjá honum en hann vildi ekki skrá mig niður af því ég hafði ekki dag til að panta á. En sagðist skildi mun eftir mér. Svo leið og við fengum daganna sem börnin gátu fengið hringdi ég í umræddan Ólaf og panta Pálmasunnudag (þetta er í enda okt - byrjun nóv), en þar sem hann var ekki með bókunar bókina við höndina sagði hann mér að hann hefði númerið mitt í símanum og nafnið mitt og hann myndi skrá mig á þennan dag. Svo ég var afskaplega áhyggjulaus yfir þessu enda búin að fá salinn á hreint. Síðan er ég búin að vera hringja og athuga hvenær ég gæti fengið salinn og það var óvíst hvort ég gæti skreyt hann á laugardeginum því jafnvel kæmi hópur á sunnudagsmorgninum í morgunmat. Og alltaf þegar ég talaði við þennan umrædda Ólaf þá kynnti ég mig með nafni.
Ég taldi nú upp fyrir honum hvernig okkar samskipti hefðu verið og svarið sem ég fékk, var að þetta væru mín orð en hann kannaðist ekkert við þetta.
Þeir sem þekkja mig og eru í kringum mig vissu jafn vel og ég að þetta var frágengið, og það sem meira var þá var mágkona þessa manns sem benti mér á að fá salinn og hún er mín besta vinkona. Þegar ég hringdi í hana, eftir að hafa fengið þennan skell, fór heldur betur skapið í henni í gang, reyndar var hún snögg að redda öðrum sal sem hafði verið upptekin um þessa helgi en námskeiðið sem átti að vera var flautað af svo þarna var lán í óláni :).
Eftir þessa reynslu með Ólaf og Gesthús hér á Selfossi, þá mæli ég með að þið fáið staðfestingu og helst vottaða ef þið ætlið að hafa viðskipti við þau hjónakorn sem eiga og reka þennan stað.
Svo núna verður Veislan í Tíbrá húsi UMFS við íþróttavöllinn hér á Selfossi sem stendur við Engjaveginn
Vigtun!!
19.2.2009 | 22:54
Sko við Steini minn erum alveg fjallmyndarlegt fólk .
Ég var að gera bílinn kláran um daginn til að flytja smá af kertum á FMS það svosem væri ekki frásagnarvert nema hvað það var smá hálkublettur við húshornið og ég í mínum flýti varð fótaskortur á þessum "eina blett" og steinlá. Eitthvað heyrðist nú í mér og Steini minn kemur á "öðru 100 út" til að athuga hvort ég sé ekki í heilu lagi alltaf svo hugulsamur þessi elska. En hvað um það ég ligg bara og horfi með hundsaugum á hann hvort hann ætli ekki að hjálpa mér upp? Jú þessi elska réttir mér höndina, en það gekk ekki því fæturnir vildu ekki hlýða, svo nú beygði Steini minn sig niður og skipaði mér að taka um hálsinn á sér á meðan hann drægi mig upp, jú það gekk en þegar ég var komin á fætur sagði þessi elska, NÚ FÖRUM VIÐ Í VIGTUN!. Þarna stóð þessi elska og gat ekki meir, því hann var fastur í bakinu. Ég hjálpaði svo honum að staulast inn
Stundum er lífið skrítið
12.1.2009 | 09:20
Ég hef lítið bloggað hér nema um kertagerðina, en núna þegar lífið fer að velta á sínum normal hraða og allt er fallið til baka í "daglegarútínuna". Stóri strákurinn minn er kominn heim til sín í Danaveldi, svo hér er dálítið tómlegt. Nú er bara unglingurinn og dúllan mín eftir heima. Eins og það sé svo sem ekki nóg til að halda lífi í heimilinu :) Bæði yndisleg eins og hin fallegu börnin mín sem eru flutt að heiman.
Ég druslaðist loksins til taugalæknis eftir síðasta áfallið af GBS og hann var bara þokkalega ánægður, aukin styrkur, enda hefur hann ekki séð mig í ár :) En hann vill senda mig í smá aukaþjálfun og endurhæfingu á Reykjalund. Vonandi kemst ég inn þrátt fyrir niðurskurð hjá heilbrigðisráðherra. Hann mælti með að ég héldi áfram minni venjulegu rútínu með sjúkraþjálfun og marg endurtók að ég mætti alsekki skrópa í henni. Svo núna er ég að herða upp hugann og fara að hringja í blessaðan þjálfarann og fá tíma, ég er búin að skrópa síðan í nóvember, en þá skall jólavertíðin í kertunum á og ég hafði ekki þrek í bæði æfingar og vinnu. Og að sjálfsögðu hafði vinnan yfirhöndina eins og alltaf hjá mér, ég læri seint að sameina þetta tvennt :).
Fréttir af Töfraljósum
27.11.2008 | 00:54
Góðan daginn
Við vildum minna á að við verðum í Heiðmörk við Elliðavatn, í húsi Skógræktafélags Reykjavíkur dagana 29 -30 nóv og svo 13 -14 des. Dagskráin er þessi :
Laugardagur 29. nóvember Jólamarkaður opinn milli kl 11 - 17
Klukkan 12 á Hlaðinu - UPPLESTUR OG TÓNLIST
Einar Kárason les upp og harmónikkusveitin Eldborgin tekur nokkur lög
Klukkan 14 í Rjóðrinu - BARNASTUND
Þorgrímur Þráinsson les upp við logandi varðeld í Rjóðrinu og farið verður í útileiki
Sunnudagurinn 30. nóvember - opið milli kl 11 - 17
Klukkan 12 á Hlaðinu - UPPLESTUR OG TÓNLIST
Hallgrímur Helgason les úr nýútkominni bók sinni "10 ráð ...." og harmónikkusveitin Fönix þenur nikkurnar
Klukkan 14 í Rjóðrinu - BARNASTUND
Krístín Helga mætir með Fíusól er flottust og les upp fyrir börn og foreldra við eldinn í Rjóðrinu og svo verður farið í leiki.
Tilboðið í nóvember er að renna út! Allir sem panta núna um fram á sunnudag 30 nóv, fá frí póstburðagjöld. |
Vonandi sjáum við sem flesta sem hafa verið að bíða eftir að kertin okkar verði seld á höfuðborgarsvæðinu, nær fáið þið mig ekki til að koma :) smá grín.
kær kveðja
Helga í Töfraljósum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins, Loksins kom fréttabréf Töfraljósa út
4.11.2008 | 11:11
Hér eru smá sýnishorn úr því:
Fréttir af starfseminni og gæða testum
Við höfum ekki haft við að framleiða jólalimina, þeir eru rifnir út um leið og þeir eru komnir fram í hillur hjá okkur. Vinsælasti ilmurinn ætlar að verða Jólin eru að koma, enda ekta fín ilmur og kemur svo sannarlega með jólafílinginn. Svo eru Jól í Sveit að birtast. Jólatré eru alltaf jafn vinsæll ilmur. Svo megum við ekki gleyma að það er sko til ekta Kanililmur, ég var spurð um daginn hvort ég hefði verið að baka smákökur, var að gera prufu á stóru Kanilkerti það fékk að loga í 27 tíma til að sjá hvort það læki en það kom ekki deigur dropi frá því og það er enn logandi 10 tímum seinna. Ég þarf alltaf að sanna fyrir mér að ég sé að selja góða vöru. Ég mæli ekki með þessar meðferð en hún segir mér hvort allt sé í lagi í framleiðslunni hjá mér. Eins er að þessi kerti sóta ekki og kveikurinn styttist sjálfur, það þarf ekki að klippa hann til að halda kertinu sót fríu
- Munið Tilboðið -Fréttir af starfseminni framh.
Það er töluvert um að fyrirtæki séu að fá kerti hjá okkur í gjafakörfur of stundum bæta þeir við kertabökkum sem eru hannaðir af Kristínu í Heillagripum Kristínar.
Nú þegar allt er á fullu í jólakertunum, bað Snyrtistofan Myrra hér á Selfossi að hanna fyrir sig ilm í kerti til að nota á stofunni hjá sér og hafa til sölu. Þetta tókst okkur að gera á stuttum tíma og nú angar hjá þeim af Myrru special, þessi kerti eru eingöngu seld hjá þeim og er ilmurinn yndislegur, það er um að gera að kíkja á þær á nýja staðnum á Eyravegi 38.
Verið ekki feimin við að setja ummæli um þau, ég þarf líka að fá gagnrýni og lof til að geta haldið áfram að gera góða vöru enn betri.
Söluaðilar Töfraljósa um landið
Hér eru þeir aðilar sem selja kertin okkar þessir:
Handverks Galleríið Laugarvatni
Norska Húsið Stykkishólmi
Sjafnarblóm Selfossi
Spirit á Akureyri
Innrömmun Suðurnesja í Reykjanesbæ
Saltfisksetur Íslands í Grindavík
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)