Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Vax, vax, vax, æfingar!

Jæja nú er að koma að mánaðamótum og ég verð á markaði á morgun í Þorlákshöfn, en fimleikstelpurnar þar eru með markað til styrktar starfinu hjá sér. Mér fannst æðislegt að Töfraljósum skildi vera boðið að vera með. Alltaf gaman að geta styrkt félagsstarf í héraði.

Allt gengur vel og það er heilmikið að gerast í kertagerðinni. Við erum að verða vaxlaus en Kaupþing var svo æðislegt að hleypa okkur í gegn með gjaldeyrisdæmið svo nú er bara krossa fingur og vona að Seðlabankinn fetti ekki fingur út í það. Sko ég þarf að eyða gjaldeyrir til að fá mína grunnvöru heim, en ég skapa líka smá gjaldeyrir með því, útlendingar eru farnir að kaupa kertin mín, og ég hef beðin um að senda kerti til annara landa, en þar sem ég rek lítið persónulegt fyrirtæki þá hefur þetta ekki hugnast mér.

En ég segi það en og aftur VELJUM ÍSLENSKT það er okkar hagur.

Ég er byrjuð í æfingum og það tekur á, sé að slugsið á mér í sumar var ekkert sniðugt, þarf að byrja á mörgu upp á nýtt. Ég virðist hafa náð að búa mér til göngulag þannig að ég geng á jörkunum en nýti ekki allan fótinn og þar með eru ýmsir vöðvar farnir að slappast og ég orðin í raun jafnvægislausari. Já GBS lætur ekki að sér hæða, nú doka ég eftir að ná góður símasambandi við fæturnar, en ég verð ennþá að hugsa um að ganga, ef eitthvað truflar mig þá er ég eins komin á 5 - 6 glas, sem er ágæt undir ákveðnum kringumstæðum, mjög ódýrt GrinFootinMouth.

En hvað um það eigið þið góðan dag með sólskini í hjarta.


Er Ísland farið á hausinn?

Ég er orðin þreytt á þessari endalausu velting um hvort við séum að borga of mikið eða hver á sök.

Jú við eigum öll sök á hvernig er komið. Við veltumst í faðmi Mammons og vorum glöð með það, nógir seðlar hjá mörgum, ef ekki voru til seðlar nú þá var bara slegið lán, hvað annað, bankarnir voru svo glaðir að gefa þér pening.

Hvað var verslað, íslenskar vörur, neiiihei það var farið í verslunarferðir erlendis, farið í búðir sem eru með framleiðslu frá Austurlöndum, jú að sjálfsögðu var gott að verslunin blómstraði nema hún eyðir töluvert af gjaldeyrir en skapar hann ekki.

Ef ég á að rifja það upp þá voru hér þegar ég var um 12 ára fullt af innlendum fyrirtækjum sem framleiddu góða vöru en smátt og smátt hurfu þau af vetfangi vegna þess þau voru ekki samkeppnishæf, hvers vegna því alltaf var verið að auka við innflutning. Veljum Íslensktslagorðið var bara hallærislegt og hver þurfti á því að halda að láta bólstra fyrir sig þegar þú gast fleygt sófanum sem þú keyptir í fyrra og fengið þér nýjan. Það sem stendur mér næst er bókbandið í landinu, ég er alin upp á bókbandsverkstæði og hef kynnst hvers gaman það er að sjá jólabækurnar í bunkum verða til. En núna er ódýrar að prenta og binda inn annarstaðar í heiminum og flytja bækurnar heim. Við erum ekki í lagi, svo skiljum við ekki hversvegna þetta er allt farið andsk. til.

Eina sem við getum gert í stöðunni er að Velja Íslenskt og reyna að hjálpa þeim fyrirtækjum sem enn starfa á Íslandi til að halda fótfestu. Það verður okkur dýrt en annað er ekki í stöðunni, því við verðum að fjárfesta í okkar fyrirtækjum með því að versla við þau.


Kertagerðin nr1, 2, 3

Nú er komin tími á kertaljós og rómantík, ég hef vart undan að framleiða, hélt að þetta væri ekki svona vinsælt, kemur mér alltaf á óvart hvað ég sel mikið Wink. En það er alltaf jafn gaman.  En hvað um það, lífið er vax þessa daganna og kertaljósin veita yl og birtu í hjartað.

Svo er mín að drullast til að fara í sjúkraþjálfun, og byrja náttúrlega með stæl, sko var komin með verk í olnbogan, þannig að þetta var farið að há mér í vinnu, svo ég ákvað að nú skildi þetta tekið með trompi. Jú það var minnsta mál hjá honum Baldri mínum að kvelja mig með nuddi og nálastungu, enda er ég miklu betri en ég var, en eins Baldur orðaði það hreyfing er ofmetin, og ég slapp við salinn LoL

Ég ætlaði að vera rosa dugleg og senda út fréttabréf í mánuðinum en það gerist víst ekki úr þessu, geymi efnið þangað til í næsta mánuði og vonandi tekst það þá. Er búin að vera eitthvað dauf í að skrifa í allri þessari hringavitleysu sem gengur yfir landið í misháum holskeflum. Ég hef reynt að halda mig frá að vera að hugsa mikið um þessi mál. Enda hef ég ekkert með þessi mál að gera nema vera íbúi þessa lands og er hundfúl út í stjórnvöld og þá sem komu okkur í þessa aðstæður. En það eitt útaf fyrir sig gerir þeim ekkert og því að vera fúl. Það bitnar bara á mér og öllum í kringum mig.

Ég hef oft hugsað um þessa dagana hvenær verða alvöru mótmæli á Íslandi, ef ekki núna hvenær þá. Mér verður oft hugsað til Gúttóslagsins, hvenær sína vinnandi hendur hér á landi að við erum til og eigum okkar rétt á að lifa mannsæmandi lífi, það eru ekki við sem höfum borgað okkar skatta og skyldur til þjóðfélagsins sem stofnuðu til þessara skulda.  úppsí nú fer ég að vera eins og Jói heitinn og Guðmundur heitinn bræður hennar ömmu, þeir voru sko rauðari en allt sem er rautt í pólitíkinni. okey nú hætti ég, mín verður dálítið æst þegar verið er að ræða þessi mál.


Takk fyrir öll faðmlögin

það er eitthvað svo notalegt að sjá að hafa fengið faðmlag. Stór sniðugt hjá moggamönnum að skella þessu inn.


Já ég er vakandi ennþá....

Ég ætti að vera fyrir löngu farinn að sofa, er að fara með drenginn í messu á morgun nema ég geti Kolli Siggiplatað systur hans upp úr rúminu svona árla að sunnudagsmorgni.  Svo varð ég að setja inn mynd af fermingadrengum.

 

 

 

Jóhanna HlínÉg er að steypa jóla kerti á fullu og það er gaman skal ég segja ykkur. Ég sit myndir af þeim á morgun hér á bloggið var ekki með myndavélina út með mér í dag. Það er mikið að gera þegar þessi tími er og nú er ég að byrgja upp búðina til að hafa nóg meðan ég fer út til Kúbu. En þá verður dóttlan mín hún Jóhanna verslunastjóri. Hún er dugleg að halda hillum fullum þó líitð sé til. Ótrúlega gaman að vinna með henni,

 


Þetta er svona uppdeit fyrir fjölskylduna :)

Ég hef ekki verið mikið að skrifa hérna því ég hef verið í endalausum rannsóknum að mér finnst, enda náttúrlega ekki mikið fyrir doktora en stundum neyðist maður til vegna þess að fjölskyldunni líði aðeins betur.

Okey ég er búin að fá úr innyflaskoðuninniWink að allt sé í lagi, sem ég var ósköp fegin að vera búin að þessu og að allt hafi verið í lagi.

Nú ég var að láta skoða þetta litla sæta góðkynja æxli mitt sem er statt við andlitstaugina hægra megin. Doktorinn vill ekki taka þetta í burtu því það skapar meiri hættu á lömun í andlitinu (halló haldið þið að ég hefði lagt það á mig, nei bara orðið lömun var til að ég var snögg upp úr stólnum Grin)að skera það í burtu, en ef það fer að angra mig mikið, og farið að sjást mikið undir eyranu þá verður kíkt á þetta. En ég haldi mínu dofna eyra.. verkirnir eru ekkert á við að lamast í andliti (hér talar ein með reynslu)

Svo ég er frí og frjáls frá doktorum þangað til á mánudag, þá fæ ég úr blóðprufum sem ég fer í á 3 mánaða fresti vegna sykursýkinnar, og nú er bara krossa fingur og vona að ég sé búin að ná honum niður aftur. Ég þurfti reyndar að fara á pensillín núna í ágúst og það getur skekkt niðurstöðurnar, ég virðist stökkva upp í sykri ef ég fer á fúkkalyf.

Annars er ég í fínu standi, og steypi kerti milli þessara Reykjavíkurferða GrinWink


Jæja ég er búin að taka við klukkinu

Úfff

Fjögur störf sem ég hef unnið

Örkin bókband

Torgið verslun

Verslunin Víðir verslunarstörf

Sláturfélag Suðurlands

Fjórar Bíó myndir sem ég held upp á

Pretty women

Steel Magnolians

Myndir með Steven Sigal geri ekki upp á milli þar

Myndir með Mel Gibson geri ekki upp á milli heldur þar

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Reykjavík

Hrunamannahrepp

Hafnarfjörður 

Selfoss

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

Næturvaktin

Law and Order

Munk

What about Brian

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Akureyri

Portugal

Danmörk

Mön

Fernt sem ég held upp á matarkyns

Íslensk Kjötsúpa

Soðin nýr fiskur með nýjum kartöflum

Lambahryggur með brúnuðum kartöflum og meðlæti

Kjörís úr vél með fullt af ávöxtum

Fjórar bækur sem ég held uppá

Skyndibitar fyrir sálina

Lifðu í gleði

DaVince lykillinn

Fegraðu líf þitt

Fjórir Bloggara sem ég klukka

Dagný Þorkelsdóttir

Helguráð

Jónína Dúadóttir

Solveig Pálmadóttir

Góða skemmtun hlakka til að sjá ykkar framlag


Úpps

og við hjónin erum á leið þangað... já við veljum sko veðrið :)


mbl.is Ike yfir Mexikóflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er þar sem ég hef verið og þangað sem mig langar að fara.


Hér eru myndir af Elínborgu og Danna boy

Þau komu hér vel skreytt eftir vorhátíð í leikskólanum

IMG_2062               IMG_2068

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2070 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband