Er ekki í lagi með fólkið í landinu !

Mér finnst nóg komið af smáframboðum. Ótrúlegt að sjá landan taka þátt í þessari vitleysu. Hver græðir á þessum framboðum jú stjórnarflokkarnir, þeir sem sitja þar í stjórn glott örruglega út í annað og vona að fleiri svona framboð á vinstri og hægri vængnum birtist. Því ekkert nær trúföstum sjálfstæðismanni frá flokknum sínum, sama gildir um framsóknarmenn. Ég er þeirra skoðunar að hér á landi ættu að vera 2 flokkar eða persónukosning í hverju kjördæmi þannig að þeir bestu kæmust að á þing. Við erum fámenn þjóð og þurfum ekki á að halda að þurfa að velja um 7 flokka, þegar við göngum að kjörborði. Það hlýtur að vera hægt að sameina sig undir þessa 5 flokka sem eru á Alþingi í dag.
mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já ég verð að segja að aldrei þessu vant öfundar maður liðið í ameríkuhreppi af 2ja flokka kerfinu. það liggur þó nokk fyrir þar hvað verður miðað við úrslit... en hér makka menn fram og aftur og engin trygging fyrir því að lýðræðið fái notið sín eftir kosningar.  Annars finnst mér því miður svo lítið spunnið í þorra þingheims að ég held að þetta skipti ekki öllu máli. Hér axlar engin stjórnmálamaður nokkra minnstu ábyrgð... menn dæmdir hægri vinstri og tjá sig síðan fjálglega um að þeir séu bara hreint ekki sammála Hæstarétti... þesssir kónar hefðu margir hverjir þurft að taka pokann sinn fyrir löngu síðan ef þeir sætu á þingi annarra þjóða. Annars er ég mest hræddur um að umhverfistískubólan verði það eina sem rætt verði fyrir þessar kosningar en lítilmagninn gleymist eins og svo oft.  Okkur hættir svo til að festast ein einu 'með og á móti' máli fyrir kosningar.

Þorsteinn Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband