Ein sit ég og sauma....
21.4.2007 | 20:08
Já þetta hvarflaði að mér þegar dóttir mín kom og aðstoðaði mig við að stytta buxur á tengdamóður mína sem er nú á hjúkrunarheimili. Ég leit í blöðin og hélt að ég gæti skoðað eitthvað svona í laugardagsblöðunum, en vitið menn ekkert nema auglýsingar og um hvað, jú það eru víst kosningar í nánd. Svo kveikirðu á sjónvarpinu og þá hefst auglýsingahrina um hvað allir svo góðir og lofa svo miklu. Ég hugsaði til gömlu konunar og hvernig hennar aðstaða er í dag, kona sem skilaði góðu dagsverki, en hún er með annari konu í herbergi og gat aðeins tekið lítið af sínum persónulegu munum með sér. Ég heyri að allir flokkar lofa og lofa að gera eitthvað fyrir þennan hóp sem hefur skilað sínu til þjóðfélagsins. En það er ekki nóg að lofa, það þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Ég auglýsi hér með eftir flokki sem er tilbúin að standa sig í þessum málum og sagt með hverjum hann ætlar að starfa eftir kosningar. Því loforð og ímynd flokks skiptir engu ef málefnin eru innantóm eins við höfum svo oft orði var við hjá stjórnmálamönnum þegar þeir hafa komist til valda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mín bara pólítísk saumakona í dag
Þorsteinn Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.