Á Framsókn ekki klukku ?

Ég er eiginlega mjög undrandi á framkomu Framsóknar hér á Suðurlandi. En þeir eru að senda skilboð á einkennilegum tíma svo sem um miðnætti þegar allir venjulegir vinnandi menn eru sofnaðir og hrökkva upp við símhringingu, og stressinu heyra þeir rödd Guðna Ágústssonar lesa þeim Framsóknarræðuna. Þetta virkar ekki til að fá fólk til að kjósa Framsókn heldur alveg öfugt. Ég er sjálf alin upp á miklu Framsóknarheimili, afi minn missti vinnu vegna þess að hann var í framboði fyrir Framsókn en þetta var í árdaga flokksins. Hann afi minn hefur örugglega snúið sér við í gröfinni þegar Guðni og hans kumpánar tóku upp á að hringja svo seint að kveldi í fólk. Já Framsóknarflokkurinn er breyttur flokkur og ég vona að hann afi minn fyrirgefi mér að ég kjósi ekki flokkinn í þessum kosningum, því hann hefði aldrei ónáðað fólk eftir kl. 22 með áróðri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Framsóknarfólk er lengi kvölds við gegningar. Það er einmitt ástæðan fyrir litlu gengi í skoðanakönnunum. Þegar Gallup hringir, yfirleitt um kvöldmatarleytið hjá fólki sem vinnur lítið, þá eru framsóknarmenn að mjólka. Svo er að gefa kúnum bæði hey og mél og þurrkaða síld og skafa aðra umferð úr flórnum. Líta síðan í fjárhúsin. Fara svo inn í faðm fjölskyldunnar, þar sem síminn er. Þegar þarna er komið sögu er orðið áliðið hjá fólki sem vinnur lítið, en eina tækifærið að ná framsóknarmönnum í síma.

Hlynur Þór Magnússon, 1.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þegar ég var með búskap þá var ég yfirleitt búin um kl. 20 með allar gegningar en n.b ég er ekki í Framsókn :)

Helga Auðunsdóttir, 1.5.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Mín bara orðin fræg... ert á bls 10 í mogganum í dag.

Þorsteinn Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband