Æfingar á æfingar ofan
25.6.2007 | 10:51
Ég er á leið í æfingar á þessum morgni og er kannski ekki allt of hress en þetta er víst mín líftaug og verð ég að halda áfram hvað sem tautar og raular, reyndar var síðasta vika ekki skemmtileg því fæturnir bólgnuð svo upp að það var vont að ganga og ég sat meira og minna upp í loft með þær og komst því ekki í æfingar eins og ég ætlaði mér. Stundum spyr ég mig hvað á þessi sjúkdómur að kenna mér, ég hef enn ekki fengið neitt raun svar við þessari spurningu. En alla veganna þá hef ég fundið að ef ég fer ekki í æfingar fer mér að vissu marki aftur þó fólk sjáið það kannski ekki sem umgengst mig, en ég finn fyrir meiri stirðleika og andlega hliðin verður veikari því mér finnst ég vera svíkja sjálfan mig. Þolinmæði er stór hluti af því að fá GBS og það er eitthvað sem ég hef samt lært á þessu að ég stekk ekki fullfrísk einn morgun fram úr, en þetta er endalaus vinna og stundum gjöful og stundum er bara ekkert að gerast, stundum nokkur skref aftur á bak. Nú nálgast það að ég hef verið að berjast við GBS í 8 mánuði og finnst að nú ætti þessu að linna, ég hef ekki enn fengið leyfi til að keyra, en löngunin til að gera það er að verða sterkari og sterkari, ég held ég geti það þó aðrir haldi annað :) eins og eiginmaður minn, enda sér hann fram á að geta ekki haldið utan um að ég fari mér ekki að voða í búðum :)
Búin í æfingunum þær voru ekki erfiðar í dag en ég fékk rafstuð á fæturna og nú er ég bara dofin en ekki með stöðuga verki vildi óska að ég gæti haft svona græju hér heima þegar ég er sem verst í fótunum, þetta léttir svo á.
Kannski kemst ég út í kertagerð og get gert eitthvað þar þó það verði ekki mikið til að byrja með.
Jæja best að láta þessa hugrenninga duga í dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimili, Vinir og fjölskylda | Breytt 27.6.2007 kl. 22:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.