Sólin skín

Já sólin skín en vá maður það er svo heitt úti að það er engin löngun til að kíkja út.  En ég ætla að drífa drengina mína með mér í sund. Það verður gott Wink  en leiðin í sund er löng því ég þarf að fara til Hveragerðis í laugina á Heilsuhælinu hvers vegna því ég kemst ekki upp úr lauginni á Selfossi nema láta hífa mig upp og ég er bara ekki til í það  lengur. Fékk alveg minn skammt af því á Reykjalundi meðan fæturnir voru í fríi. Það er ótrúlegt í svona stóru bæjarfélagi að sundlaugin skuli ekki vera hönnuð þannig að  aldraðir og fatlaðir eigi betra aðgengi. En svona er þetta þegar annað og meira kallar á bæjarfélagið eins og að byggja upp svokallaða "miðju" sem virðist ætla verða stór skandall... vá nú er mín komin út í eitthvað voðalega heitt mál hér á Selfossi. Nú er best að drífa drengina mína í sund..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Já það er í raun ótrúlegt að ekki sé hugað betur að aðkomu fatlaðra og aldraðra að eins fjölsóttri laug og laug ykkar Selfyssinga er.  Hélt að nú til dags, ætti að stuðla að því að allir hefðu jafnan möguleika á því að sækja alla þjónustu, þá t.d. með aðgengi.

Sólrún, 26.6.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband