Vá ég er alveg að gleyma mér !

Nei svo sem ekki, ég hef bara verið að taka mér frí frá að liggja í bloggi, er að reyna að ná mér upp í að fara steypa kerti. En ég get bara ekki staðið lengi á sama stað svo nú er að fara þjálfa sig í því að spenna vöðvana og venja þá við að halda mér uppi. Jamm nóg af því, var í bókhald í dag, en það tók á taugarnar mínar, er ekki voðalega spennt fyrir að fara taka við því aftur.. en koma tímar koma ráð.

Var að hringja í blómabúðir og svoleiðis og ég heyrði á fólki að það væri að vænta þess að ég færi nú að keyra upp kertagerðina, já ég finn fyrir léttum þrýstingi að fara koma mér af stað :)

En ég gerðist dugleg í kvöld og fékk mér kvöldrúnt og endaði hjá vinkonu minni, og hún sagði mér fréttir sem mér hefði ekki hvarflað að mér... þeir í Bretlandi eru farnir að mæla gasið sem kemur frá kúmCows, pakka þeim inn og draga svo gasið sem myndast út með sprautu. Það hefur aldrei verið í lagi með Bretann.

Svo náttúrlega fengum við okkur fullt af vatni og vorum mjög andríkar um umhverfismál eftir þennan skammt af fréttum af kúnum, svo lögðumst við í M&M og kaffi.. jamm bara gott :) alltaf að fá sér smá sætt eftir matinn Halo það segja fræðingarnir allavega sumir.

Nú litlu snúllurnar mínar komu hér kl. 8.30 í morgun og ræstu frænda sinn, en hann var ekki sérstaklega glaður við að sjá þau en framúr náðist hann samt. Er ekki búin að jafna sig ennþá en vonandi verður það á morgun, hann er eins og mamman getur verið net úrillur. Svo fengu þessar elskur að fara í pottinn með afa sínum og það var ekkert smá gaman. Nú verður ekki friður, það verður örugglega að kíkja í pottinn oftar en okkur grunar. En það er bara gott að hafa þau með sér, það er þá eitthvað líf í pottinum það er annað en þegar við gömlu hjúin liggjum þarna og látum okkur líða vel og lítill gusugangur.

jæja tími á rúmið, góða nótt og guð geymi ykkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Njóttu snúllanna þau eldast allt of hratt

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.7.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband