Jæja, afmælisdagurinn liðinn
15.2.2008 | 13:19
og ég svaf yfir mig, átti að fara í æfingar kl 12.00 en svaf yfir mig, já hann Steini minn tipplar á tánum þegar ég sef svona, enda fer hann alfarið eftir ráðleggingum læknisins með mig, að ég eigi að hvílast sem mest og ofgera mér ekki. Við skruppum nefnilega í bæinn í gær og það þýðir að ég verð rosalega þreytt, enda klöngraðist ég upp og niður stiga, sem mér er farið að ganga þokkega með að gera, en það reynir rosalega á. Æfingarnar hjá honum Baldri mínum verða alltaf þyngri og þyngri og það tekur mig u.þ.b. heilan sólahring að jafna mig, þannig að í gær var hvíldardagur milli æfinga, sem hann var svo sannarlega ekki. Svo núna verð ég að taka æfingar hér heima seinni partinn og vera dugleg um helgina að æfa mig. Ég finn að ef ég sleppi þessu dregur úr mér, ef ég fengi að ráða þá væri ég með alskonar dót hérna heima til að hjálpa mér, myndi gera smá æfinga aðstöðu út í bílskúr fyrir fjölskylduna, en ég lofa ykkur að bílskúrinn er heilagur, og á sko að vera undir verkfæri og BÍLA
segir Steini
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með liðna afmælið......
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 16.2.2008 kl. 00:03
Hugsa til þín elsku krúttlu mamma mín
Dóttlan stóra (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.