Jæja þá er ég að bíða
31.3.2008 | 08:46
Ég fór að sofa eldsnemma í gærkveldi já bara strax eftir Mannaveiðar, og vitið menn ég vaknaði ofurhress kl 4.30, kunni ekki við að fara að gera kerti svo snemma þannig að ég fór að laga til og setja í uppþvottavélina og þvottavélina, takk fyrir að ég skuli eiga einbýlishús. Ég veit það svo sem ef ég legg mig snemma þá er ég miklu betri í fótunum það er mér alltaf erfitt á kvöldin að stíga í sárþreyttar fætur. Svo núna vona ég að þetta komist á rétt ról og ég fari að sofa fyrr og vakni á skikkalegum tíma svon um 6 leitið þetta er fullsnemmt að vakna um 5 leitið. En núna er ég að bíða eftir að vaxið mitt verði klárt og ég geti farið að gera kerti, er að fara að hella í kerti sem heita því fallega nafni Fyrstu sumarblómin, svo ætla ég að vera með tilboð í apríl fyrir póstlista fólkið mitt en það er frí heimsending út apríl, sko það er eitt ár núna síðan ég gat farið að ganga með göngugrind svo þetta er góður mánuður og svo á ég líka afmæli í apríl.
Hafið þið góðan dag og sjáumst síðar hress á blogginu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aaaaðeins of snemmt, meira að segja fyrir minn smekk
Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 09:03
að fara að sofa eða vakna.. sko ég kann ekki þennan gullna meðalveg..
Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:05
þá var ég nýsofnuð eftir að hafa verið að sinna ælandi krakka
Svakalegt Helga mín, að vakna svona fyrir allar aldir. Og þarftu þá að fara að hamast við heimilisstörfin?
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 11:09
gleymdi að segja þér að ég var að skrá mig á póstlistann þinn. Flott síðan.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 11:09
Nei sko, ég þarf ekki að gera neitt en það er bara svo leiðilegt að bíða eftir því að geta farið að gera eitthvð. Ég er svona frekar fyrir að vakna snemma og klára svona eitt og annað og þurfa ekki að hugsa meira um það yfir daginn. En það er bara ég, og takk fyrir að skrá þig. Takk fyrir hólið um síðuna.
Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.