Snæfelsnesið heillar
19.6.2009 | 06:59
Ég var ekki viss hvernig ég ætti að setja inn fyrirsögn á þetta blaður í mér :)
Ég er farin að taka lengri göngutúra og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við skruppum á Snæfellsnes um síðustu helgi og þar tók ég nokkra göngutúra og meðal annars lallaði ég og Ýmir upp á smá hæð og tók ég þessa mynd þar, þarna eru drangar sem heilluðu mig mjög, en Kolli Siggi fór heldur nær þeim en ég treysti mér ekki niður bratta brekku til að komast að þeim
Þarna er peyinn lengst í burtu. Vá hvað það er æðislegt að finna það frelsi að vera ekki fastur á einhverjum eða með hækjur að brölta þetta.
Þetta var yndislegt frelsi og í Ólafsvík voru hross í girðingu rétt hjá og ég varð að koma við þau. Sem ég og gerði við litla hrifningu Ýmis, sem var með mér.
Hann urraði og sýndi sínar verstu hliðar, enda hafði hann lent frekar illa í þessum skepnum og fannst ég vera heldur hrifin af þessum bleiku hrossum sem gerðust frekar frek við okkur en áttuðu sig nú fljótlega á að ekkert brauð var að fá hjá mér.
Við lentum fyrst í Stykkishólmi, í einstöku blíðviðri. Við kíktum á Norska húsið en þar er verið að selja kertin mín og var gaman að sjá þau þar. Finnst alltaf jafn skrítið að sjá þau annars staðar en hér heima.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.