Alltaf er lífið jafn gjöfult :)

Við vorum að fá 3 barnabarnið, það er strákur, 18 merkur og 55 cm langur. Myndarpeyji, ég set mynd af honum seinna í dag.

Er ekki í lagi með fólkið í landinu !

Mér finnst nóg komið af smáframboðum. Ótrúlegt að sjá landan taka þátt í þessari vitleysu. Hver græðir á þessum framboðum jú stjórnarflokkarnir, þeir sem sitja þar í stjórn glott örruglega út í annað og vona að fleiri svona framboð á vinstri og hægri vængnum birtist. Því ekkert nær trúföstum sjálfstæðismanni frá flokknum sínum, sama gildir um framsóknarmenn. Ég er þeirra skoðunar að hér á landi ættu að vera 2 flokkar eða persónukosning í hverju kjördæmi þannig að þeir bestu kæmust að á þing. Við erum fámenn þjóð og þurfum ekki á að halda að þurfa að velja um 7 flokka, þegar við göngum að kjörborði. Það hlýtur að vera hægt að sameina sig undir þessa 5 flokka sem eru á Alþingi í dag.
mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er gleði í hjartanu :)

Jæja nú er söguleg vika komi að leiðarlokum. Í byrjun vikunnar var farið í heimilisathugun á Selfoss.  Þegar  við lögðum á stað var bara smá gola hér í Mosfelsbæ og smá fjúk. Jæja en á Heiðinni var annað mál þar var snjókoma og mikill renningur við vorum veðurteppt á Selfossi. Ekki þarf miklar breytingar hér heima enda er miðað við að ég sé með hækjur þegar ég kem heim.

Ég gekk með hárri göngugrind á fimmtudaginn, svo núna nota ég ekki lyftaran. Eins er ég farin að klæða mig sjálf á morgnanna, þetta er stöðugar framfarir og bara gaman að vera til.


Loksins, loksins

Við komumst að því í siðustu viku að ég kæmist í bíl, svona venjulegan með því að ég rendi mér inn. Svo núna er ég heima um helgina, yndislegt að vera heima þó það sé mikið lagt á fjölskylduna að hafa mig. Allir hafa lagt sig fram að hjálpast að og krakkarnir hafa verið dugleg að koma og aðstoða mig og Steina. Lífið er yndislegt :)

 


Smá fréttir af Reykjalundi

ég fór í laugina í morgun og gekk rosalega vel. Tilfiningin fyrir hælunum var sterkari og ég var ákveðin í að gera betur en í gær. Gekk án mikils stuðnings yfir þvera laugina sem var stórkostlegur sigur.

Svo kom Reynir læknir að máli við mig og vildi að ég færi á Selfoss sjúkrahúsið eftir mánuð og yrði þar í mánuð, ég bað hann um að vel að lifa því þangað færi ég ekki í hjólastól. Svo nú er bara að setja allt í botn og fara að stíga í fæturnar á þurru landi. og mér kæmi ekki á óvart þó ég vværi komin úr hjólafstólnum eftir 1/2 mánuð. miðað við framfarirnar sem hafa orðið upp á síðkastið


góðir hlutir gerast hægt

Dagurinn var mjög góður, ég  fór í laugina og gekk 4  ferðir yfir laugina, hafði tilfinningu fyrir lhælunum sem er nýtt fyrir mér. Efri hluti líkamans er að styrkjast til muna ég get rúllað mér á stólnum án þess að finna til þreytu í handleggjum og baki. Svo lífið er að léttast til muna :)


hvar á ég heima ?

ég sótti um að Árborg tæki þátt í kosnaði við að ég gæti notað hjólastólabílinn hér á höfuðborgarsv. ég fékk synjun á þeim forsendum að  ég væri vistuð á stofnun í öðru bæjarfélagi og þar  með nyti ég ekki félagslegra úrræðra frá þeim. þannig bý ég víst á Reykjalundi þó ég hafi ekki óskað eftir að flytja aðsetur mitt þangað.

Von mín er að þó að enginn sem lendir í þessum aðstæðum eins og ég er í dag þurfi að upplifa þessa höfnun sem félagsþjónustan í Árborg hefur sýnt mér.


nú eru hlutirnr farnir að gerast

Jæja 22.02 steig ég í fæturnar í fyrsta skipti á þurru landi. ég stóð í ca. mínútu,þvílíkur sigur, mér fannst ég geta allt :)

 


Loksins farin að hafa smá vald yfir puttum

Jæja nú er ég að finna mun á mér og vonandi heldur það áfram. Er mikið í sundi og þazð er það besta.

 


gengur þótt hægt fari

jæja éger loksins komin í samband aftur.  Er núna á Reykjalundi í endurhæfingu

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband