Smá mont
21.2.2008 | 12:25



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að skríða saman og sundur
21.2.2008 | 00:27
Batinn gengur hægt þó þeir sem næst mér standa séu alltaf að hrósa mér. Nú er Pollýönnuleikurinn úti, og nú er verið að díla við allt hitt sem er búið að vera að hægt og sígandi verið að stíga upp á yfirborðið. Sárindin og reiðin yfir þessu öllu og hversvegna svona gerist. og hvað rétt hafði þessi sem er okkur æðstur og svo fullur af góðmennsku að leggja þetta á mig. Ég var alveg sæl og sátt við það sem ég hafði og saknað einskins úr minni fortíð. Svo er klappað á bakið á manni og sagt guð leggur ekki meira á þig en þú þolir. Nei sjálfsagt heldur hann að ég sé ofurkona og taki mótlæti með stóískri ró, eins og alltaf. En nú geri ég það ekki lengur og finn mig knúna að gera eitthvað í mínum málum, ætla ekki að vera hér föst í fólksfælni og fela mig á bak við Steina ef eitthvað kemur upp á.
Ég ætlaði á fund í morgun en ég gat ekki hugsað mér að fara þegar ég var tilbúin að fara í sturtu, þá snéri ég mér við og skreið upp í rúm. og lét Steina halda utan um mig. Þá var ég komin í skjólið mitt. Svona félagsfælni fer á stað hjá mér af því ég er öðruvísi í dag en ég var fyrir rúmu ári, geng eins og gömul kona og verð að passa hvert skref. og ég skammast mín fyrir það að vera svona.
Ég var ósköp fegin þegar Tóta vinkona kíkti við hún svo sem hefur nóg á sinni könnu en við vorum báðar á blues og gátum gustað aðeins við hvor aðra, við eigum margt sameiginlegt þó hún sé með ofvirk börn og lífið er svolítið snúið þegar þú ert með 3 mikið ofvirk börn á heimilinu. Það er búið að vera skrautlegt líf sem við báðar höfum upplifað í okkar fyrri lífum. En við eigum góða menn í dag sem styðja okkur, og elska okkur eins og við erum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Drengurinn minn og matur
20.2.2008 | 23:58
Það er alltaf jafn skrítið við mataborðið hér að sá yngsti kemst upp með allt það sem stóru systkinin hans komust ekki upp með, t.d þá borðar hann ekki mat sem er í sósu, það vannst stór sigur í kvöld. Hann borðaði stroganoff eina matskeið og skildi meirihlutann af sósunni eftir en það var samt sigur. En hann borðar soðið kjöt og kartöflur, Soðin fisk og kartöflur. Stundum held ég að hann hafi fæðst á röngum tíma. Hann flokkar niður á diskinn hjá sér og það má ekkert snertast, þá missir hann lystina, stundum vildi ég óska að ég væri með sónartæki til að sýna honum hvernig þetta fer allt saman niður í einum graut. Það sem hefur haldið lífi í þessum gutta er Frón matarkexið, og mjólk. Ég veit ekki hvernig hann liti út ef hann hefði það ekki. Hann var einmitt að gauka því í sig í þessum töluðu orðum, því hann var svo svangur, I wonder why.
Jæja, afmælisdagurinn liðinn
15.2.2008 | 13:19

Frí heimsending í vikunni 11. - 17. febrúar
8.2.2008 | 15:23
Frí heimsending í vikunni 11. - 17. febrúar
til að koma á móts við kertaunnendurnar okkar sem ekki komast í Galleríið. Fréttabréf er komið út og tilboðið sést hér á síðunni undir tilboð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó fyrr hefði verið
5.2.2008 | 08:32
Kvótakerfið hefur haft mjög heftandi áhrif og ekki verið mjólkurbændum til framdráttar. Til að hægt sé að hagræða, þó ég haldi að margir bændur séu komnir eins langt og hægt er í núverandi kerfi að hagræða. Svo finnst mér allt þetta tal um að bændur séu styrktir svo og svo mikið hér á landi alveg út í hött. Jú við erum með ríkisstyrki en ekkert í líkindum við það sem gerist í Evrópu og bændur eiga vera samkeppnishæfir við þá aðila. Eina landið sem við getum hugsanlega líkt okkur við er Noregur en þar er farið eftir sömu reglugerðunum í sambandi við mjólkur og kjötframleiðslu. Í öðrum Evrópulöndum er kröfurnar minni og "ríksstyrkir" verulegir.
![]() |
Eigum að feta okkur frá kvótakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er að skríða saman
5.2.2008 | 01:34
Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast þar undanfarna daga.
Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.
Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.
Heimili | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndir af fjölskyldunni
5.2.2008 | 01:13
Jákvæðar fréttir, hvar eru þær?
23.1.2008 | 05:11
Ég hef verið að leita að jákvæðum fréttum, en ekkert fundið. ég held ég veriði áfram í fréttafrí með þessu áframhaldi. Allt sem er búið að dynja á okkur síðustu daga hefur farið hálfpartinn í pirrurnar á mér. Ég er ekki hrifinn af því að stjórnmálamenn hvort sem er til vinstir eða hægri hlaupi í sitthvora áttina eftir því sem þeim hagnast best. Kannski er ég svo gamaldags að halda að þegar loforð eru gefin þá skuli halda þau.
En endilega látið mig vita ef þið finnið jákvæðar fréttir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já ég er hér enn
22.1.2008 | 21:34
Allt er eins og blómstrið eina hér, var að fá góða sendingu frá henni Ameríkuhreppi, fullt af ilmum, ég er farin að spá í hvernig ég nái upp almennilegu þreki svo ég geti farið að vinna eins og mér er einni lagið. Ég vona að ég geti gert meira á morgun enn ég gerði í dag, en ég hafði samt af að gera fullt af rósarkertum, enda ilmar blessaður kertaskúrinn eins og sumir segja pútnahús, en það er bara æðislegt það segir mér eitt að eitthvað er að gerast. Svo er ég að fá aðra sendingu á morgun og svo á ég von á einni sem er verulega spennandi og það eru þurrkaðar jurtir, rósablöð og fleira góðgæti fyrir Valentínusardaginn.
Heilsan er öll að koma til, enda farin að fá fiðring í magan yfir að komast út í kertaskúr og gera meira en að horfa í kringum mig. Ég þarf samt að passa mig að gera ekki of mikið í einu . Ég er vissum að ég verði þæg og góð og skipulegg mig örruglega alveg út og suður. Vissum að Baldur minn verði ánægður með þessa setningu, enda hefur hann veg og vanda af því að koma mér í form á ný.
jæja nóg af þessu í bili, best að fara út og slökkva og ganga frá skúrnum eftir mig.