Drengurinn minn og matur

Það er alltaf jafn skrítið við mataborðið hér að sá yngsti kemst upp með allt það sem stóru systkinin hans komust ekki upp með, t.d þá borðar hann ekki mat sem er í sósu, það vannst stór sigur í kvöld. Hann borðaði stroganoff eina matskeið og skildi meirihlutann af sósunni eftir en það var samt sigur. En hann borðar soðið kjöt og kartöflur, Soðin fisk og kartöflur. Stundum held ég að hann hafi fæðst á röngum tíma. Hann flokkar niður á diskinn hjá sér og það má ekkert snertast, þá missir hann lystina, stundum vildi ég óska að ég væri með sónartæki til að sýna honum hvernig þetta fer allt saman niður í einum graut. IMG_0324Það sem hefur haldið lífi í þessum gutta er Frón matarkexið, og mjólk. Ég veit ekki hvernig hann liti út ef hann hefði það ekki. Hann var einmitt að gauka því í sig í þessum töluðu orðum, því hann var svo svangur, I wonder why.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

22,ara sonur minn er svona.Og ad fara med honum ut ad borda hladbord tha fer hann 5-10 ferdir og naer i 1 disk af kjoti svo annan af kartoflum osfr  Hann er yfirleytt enn ad borda longu eftir ad allir adrir eru bunir,svo vid thurfum ad bida eftir honum.

Ásta Björk Solis, 29.2.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband