Færsluflokkur: Bloggar

Vá ég er alveg að gleyma mér !

Nei svo sem ekki, ég hef bara verið að taka mér frí frá að liggja í bloggi, er að reyna að ná mér upp í að fara steypa kerti. En ég get bara ekki staðið lengi á sama stað svo nú er að fara þjálfa sig í því að spenna vöðvana og venja þá við að halda mér uppi. Jamm nóg af því, var í bókhald í dag, en það tók á taugarnar mínar, er ekki voðalega spennt fyrir að fara taka við því aftur.. en koma tímar koma ráð.

Var að hringja í blómabúðir og svoleiðis og ég heyrði á fólki að það væri að vænta þess að ég færi nú að keyra upp kertagerðina, já ég finn fyrir léttum þrýstingi að fara koma mér af stað :)

En ég gerðist dugleg í kvöld og fékk mér kvöldrúnt og endaði hjá vinkonu minni, og hún sagði mér fréttir sem mér hefði ekki hvarflað að mér... þeir í Bretlandi eru farnir að mæla gasið sem kemur frá kúmCows, pakka þeim inn og draga svo gasið sem myndast út með sprautu. Það hefur aldrei verið í lagi með Bretann.

Svo náttúrlega fengum við okkur fullt af vatni og vorum mjög andríkar um umhverfismál eftir þennan skammt af fréttum af kúnum, svo lögðumst við í M&M og kaffi.. jamm bara gott :) alltaf að fá sér smá sætt eftir matinn Halo það segja fræðingarnir allavega sumir.

Nú litlu snúllurnar mínar komu hér kl. 8.30 í morgun og ræstu frænda sinn, en hann var ekki sérstaklega glaður við að sjá þau en framúr náðist hann samt. Er ekki búin að jafna sig ennþá en vonandi verður það á morgun, hann er eins og mamman getur verið net úrillur. Svo fengu þessar elskur að fara í pottinn með afa sínum og það var ekkert smá gaman. Nú verður ekki friður, það verður örugglega að kíkja í pottinn oftar en okkur grunar. En það er bara gott að hafa þau með sér, það er þá eitthvað líf í pottinum það er annað en þegar við gömlu hjúin liggjum þarna og látum okkur líða vel og lítill gusugangur.

jæja tími á rúmið, góða nótt og guð geymi ykkur.

 

 


Úppsss ég hef verið klukkuð

halló stelpur  er ekki nóg um allskonar keðjubréf og þess háttar, tek aldrei þátt í því, en þetta sýnist mér vera sniðugt......Grin

 

 

1. ég var yndislegt barn, en sem unglingur......hmmmm

2. 4 ára tók ég í nefið í fyrsta sinn og það var yndislegt  Halo

3.  Ég elska EKKI bókhald !!!

4. Ég var 12 ára þegar ég byrjaði að reykja að staðaldri.. og litla systir ætlaði að kjafta frá en ég bara lét hana reykja líka svo hún gæti ekki kjaftað, hún reykir ekki í dag og hefur aldrei gert eftir þessa lífsreynslu.Wink

 5. Afi og amma á Hátó voru bestu vinir mínir

6. Ég var kölluð gleraugnaglámur sem krakki.. fékk gleraugu snemma á ævinni

7. Oft koma furðulegar setningar frá mér eins og þessi:"það á ekki að drekka áfengi undir áhrifum áfengis !!" "það komu upp fullt af dauðum mannabeinum"( við vorum að grafa skurð og komum niður að gömlum grafreit)

8. Ef ég legg mig á daginn og sofna þá er ég mjög úrill.. og best að verða ekki á vegi mínum

Getur þetta orðið betri játningar.. svona í einum grænum :)

Hverja klukka ég.... ?????????Ásu Hildi og Önnu Sigríði


Var að skoða gamla brandara og fann þessar

untitled1
þrífa..hmm
untitled4
untitled6

Gott mál en...

hvenær verða þessir bílar án gjalda svo að við getum útrýmt bensín hákunum okkar.plymoth Ég er pínulítill bíladellu kona. Vil geta keyrt bílinn minn án þess að þurfa að vera með öndina í hálsinum hvort bíllinn komist upp Kambanna. En mér líst vel á þennan Lexus sem forsetinn fékk, gæti alveg hugsað mér hann í staðinn fyrir ameríska bílinn okkar sem er mjög eyðslugrannur miðað við marga bíla.
mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vá þetta er næstum því eins og flytja

Steini tók uppá því með mínu samþykki að breyta vísa kortunum okkar þannig að ég væri með aukakort á honum. Ok ekkert mál, en nú var þrautargangan að laga boðgreiðslur og annað sem var fast á báðum kortunum okkar. Svo nú erum við búina að sitja með sveittan skallan yfir því að hringja og breyta erum að verða búin en þetta er búið að taka þó nokkra klt. en vel þess virði Smile.

Jóhanna mín er betri en enginn hún tók sig til og skipti á öllum rúmum í húsinu og það var orðið þarft verk, ég næli í stelpurnar til að hjálpa mér við þetta því ég kemst ekki upp í efri skápana til að ná í það sem til þarf svo er jafnvægið ekki alveg komið til að setja sængurnar í verið, en það fer að sængurverkoma :), Vigga Dís er búin að vera líka dugleg hefur verið að keyra mig í æfingar og annað sem ég hef þurft að fara þegar Steini er upptekinn. Svo hefur hún tekið til hendinni þegar henni hefur orðið um og ó ástandið á heimilinu, við eigum nefnilega rétt á hjálp þessa dagana en hún skilar sér seint því að þeir segja hjá félagsþjónustunni segjast vera vandamálum vegna skorts á mannafli. Er þetta ekki típísk ég að ef ég þarf á einhverju svona á að halda þá koma upp alskonar vandamál.

Nú dagurinn er rétt hálfnaður og ég er bara ósköp róleg yfir lífinu og tilverunni þessa stundina þó ég sé kannski pínulítið að velta mér upp úr fréttum  sem ég reyni að láta vera en þessi dómur sem féll í sambandi við nauðgunarmálið er bara hræðilegur, mér finnst vera gefa veiðileyfi á að nauðga. Ef þú berst ekki eins og anskotinn þá er það leyfilegt að nauðga þér. Ég sæi þessa hæstaréttadómar lenda í þessu sama og reyna fá dóm á geranda, ætli það gæti reynst þeim þrautin þyngri að horfast í augu við að gerandinn gengi út og þeir fengju hræðslu hnút í magan bara við að þurfa að fara út ef þeir skildu nú mæta gerandanum sem hefði fengið veiðileyfi á þá. Live is a bitch!

Kannski pára ég eitthvað meira í kvöld, aldrei að vita :)

en bless í bili og hafið þið góðan dag :)

 

 


Bara eitt og annað sem á daga mína hefur drifið

Í gær að vanda fór ég í sjúkraþjálfun, ég hjólaði mínar 10 mín svo kom Baldur minn einni og sanni Grin og spurði mig hvort ég ætlaði að vera allan daginn að þessu.. Ég stóð upp og hann bendir á útidyrahurðina og segir af stað. Við gengum þó nokkurn spotta og kjöftuðum saman, þetta var ósköp notalegt að lalla þetta. Fékk að glima við smá torfærur, en ég hafði vald á fótunum að misstíga mig ekki. Rosalega var ég samt þreytt eftir þetta.

Kom heim og var að undirbúa mig undir að fá mér smá lúr þegar þessi yndislega fjölskylda mætti á svæðiðIMG_1389, ég get ekkiannað en verið stolt af þessari stelpu, hún ólst upp í sama húsi og ég bjó í fyrstu árin sem ég var í sambúð og hún var mikill heimagangur hjá mér og mér finnst ég eiga svo mikið í henni.  Hún er mikil hestakona  er alin upp á hestbaki, gæti sagt sögur af henni en geri það ekki hérna. Hún á þennan peyja og litla stóra skottu. Svo ekkert varð úr lúrnum enda tímir maður ekki að missa af því þegar hún kemur, hefu einstakan húmor sem hittir beint í mark á þessu heimili.

Ég geng mikið berfætt þessa dagana, til að fá tilfinningu fyrir þeim efnum sem koma við fæturnar á mér, en t.d parketið hér gæti allt eins verið málaður steinn finn engan mun, svo þegar ég stíg á þessar örfáu mottur sem eru hér heima er eins og ég sé að ganga á vírum, ekki þægilegt en samt geri ég þetta til að finna missmuninn á efnum. Geri þetta enn með hendurnar, er ekki komin með fulla tilfinningu fyrir efnum í þeim.

Svo þegar ég var að fara leggja mig þá mætti Eiki vinur okkar á móturhjóli og Steini varð að fá að taka í það, jamm ég sá Steina verða svona fullan af einhverjum krafti sem ég hafði ekki séð áður enda hefur hann ekki stigið á hjól síðan við kynntumst. Þeir sátu og sögðu hvor öðrum sögur af mótorhjólum og bílatengdum málum svo ég fór loksins og lagði mig en þá var kl, orðin 7 svolítið seint á mínum mælikvarða en varð að gera það.

Svo kom elskulega dúllan mín hún Sjohanna heim en hún er í sumarfríi og ætlar að vera síðustu dagana hérna hjá okkur, sem okkur finnst voðalega gott að fá hana heim þó það sé bara stutt stop.IMG_1399 Hún hefur verið að nota tíma til að kíkja á tannsa og annað

sem hún hefur þurft að gera hér á Selfossi.  Mér finnst það voða þægilegt að hafa hana hér hún gerir allt sem hún sér að þarf að gera án þess að ég þurfi að biðja um það. Finn hvað ég sakna þess að hafa alla krakkana heima þegar hún kemur. Það vantar þessa aksjón sem fylgir stóru heimili.

Miðvikudagar eru frídagar hjá mér, þá fer ég ekki í æfingar og slaka vel á, þannig að ég er aðalega að leggja kapal í tölvunni, hef alveg verið húkkt á því síðan ég kom heim frá Reykjalundi, hef alltaf tekið svona syrpu af þessari maníu en ég get sitið klst. saman og bara lagt og lagt, en ég spila Vegas svo ég er oft að tapa verulega stórum upphæðum, en ég reyni að vinna þær aftur Wink  En ég svaf fram að hádegi enginn var að trufla þann svefn,  svo er ég bara búin að hafa það gott gekk frá smá þvotti með hjálp frá Jóhönnu minni svo núna er ekkert sem liggur fyrir þangað til á morgun.

Jæja best að fara gera sig klára fyrir 10 fréttirnar því það á kom eitthvað frá fundinum á Selfossi um miðjuskipulagið.


Góðan daginn gott fólk

Þessi dagur ætlar að vera yndislegur eins og flestir mínir dagar eru nema -SLÁTURVÉLADAGURINN, ég vaknaði frekar snemma í morgun en er samt bara löt, dálítið eftir mig en ég skrapp suður til að ná í gleraugun góðu. Nú sé ég í gegnum holt og hæðir, rosa munur enda fór ég úr 2.75 í 3.50 það munar um minna fyrir nærsýnt lið. Enda sé ég að nú fer ég að geta keyrt aftur.. annars varð Steina að orði að ef ég fengi mér kennara til að fara með mig í prufurúnt þá fengi ég ekki að halda skírteininutruck

En það er bara hans skoðun.

Við vorum seint á ferðinni og þegar við komum voru ekki bæði gleraugun tilbúin, svo við sátum góða stund og virtum fyrir okkur mannlífið, og skemmtum okkur konunglega við það. Við fengum okkur að borða áður en lagt var af stað austur í borgina einu, ég fékk mér núðlur og eina vorrúllu en Steini fékk sér nautakjöt í ostrusósu namm, ég hafði bara ekki list á einhverju sterku, er víst ekki enn búin að ná mér í bragðlaukunum, allt sterkt gefur mér þá tilfinningu að munnurinn sé að brenna. En nóg af því.

Ég er að vona í næstu viku geti ég farið að fara út í kertagerð og vinna smá, þó það verði ekki nema hálftími það væri stór sigur.

Fæturnir eru alltaf jafn dofnir upp að hné og dofinn í höndunum er eins, suma dagana er ég frekar slæm því þá er vont að koma við hörð efni, það er eins og þau skerist inn í hendurnar, þó það sé ekki þannig. Tásurnar mínar eru ósköp aumar og vilja sem minnst láta hrófla við sér, en við Baldur sjúkraþjálfarinn minn erum að reyna að teygja á þeim svo þær fari að svara kalli. Ég geng enn eins og lítið barn sem er ný farið að labba en það er betra en að vera föst í hjólastól skal ég segja ykkur.

Er þetta ekki nóg af hugleiðingum í dag.. þetta var svona skrifað beint frá hjartanu svona fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mála.

 


Ríkarður Flóki og Afi

Þessi líka myndarmaðurinn kom í heimsókn um daginn og ég náði þessari mynd af afastráknum.steiniogafabarnid Þetta er myndarpeyi og stækkar svo hratt því miður. En það er víst lífið að það er ekki hægt að hægja á þessum krílum.

Af matarmálum!

steiniogkollisiggiJá svona geta hlutirnir komið aftan að manni. Ég ákvað að reyna að plata oní drengina smá grænmeti (spínati ) og hélt að ég hefði kyrfilega falið það í matnum sem ég bar á borð, en þegar Steini hafði tekið vænan skammt á diskinn sinn sá ég að þetta hafði hræðilega misheppnast, græn slumma skall á disknum hjá honum og vitið menn kjötið hafði hlaupið í felur, já svona fer fyrir svona tilraunaeldamennsku. Þeir feðgar reyndu að láta sem ekkert væri og svo gat Steini ekki setið á sér lengur og sagði:" hvað er þetta GRAS!" úpps, þarna kom það sem ég hafði óttast þegar græna sletta hafði læðist (dottið) á diskinn hans. Við reyndum að koma þessu niður en grasbragðið var svo yfirgnæfandi að við gáfumst öll upp.

En Ýmir varð glaður og sér fram á góðan dag á morgun laus við þurrfóðrið.


Einn góður frá Írlandi

John O'Reilly hoisted his beer and said, "Here's to spending the rest of me life!, between the legs of me wife!"

That won him the top prize at the pub for the best toast of the night!

He went home and told his wife, Mary, "I won the prize for the Best toast of the night" She said, "Aye, did ye now. And what was your toast?" John said,

"Here's to spending the rest of me life, sitting in church beside me wife." beer
"Oh, that is very nice indeed, John!" Mary said.

The next day, Mary ran into one of John's drinking buddies on the street corner.

The man chuckled leeringly and said, "John won the prize the other night at the pub with a toast about you, Mary."

She said, "Aye, he told me, and I was a bit surprised myself. You know, he's only been there twice in the last four years. Once he fell asleep, and the other time I had to pull him by the ears to make him come."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband