Færsluflokkur: Bloggar

Að skrifa um fréttir og fréttatengt efni

Ég var að finna út að ég er ekki mikið fyrir að lesa neikvæðar fréttir og leggja svo útaf þeim, hvers vegna ja ég er bara svona manneskja að ég vil hafa jákvætt umhverfi og ef ég leggst í fréttir þá þyrmir yfir mig. Af hverju er mannskepnan svona grimm. Er það eitthvað sem við höfum gert sem uppalendur, eða eins ég sagði um daginn við vinkonu mína, það mætti halda að við værum kominn á sama stig og Rómarveldi þegar úrkynjunin tók völd, og öllu hrakaði, þó sérstaklega siðferðinu eins og virðist vera alls ráðandi hvort sem er hér heima eða út í hinum stóra heimi. fridurÞað þarf eitthvað stórt að gerast til að snúa þessu við, en ef við sem eigum einhvern frið í brjóstinu og viljum umheiminum gott til, leggjumst á eitt og biðjum um frið og að fólk hættir að láta græðgina stjórna sér, er ég vissum að góðir hlutir fara að gerast.

Að vakna ....

Já það var laugardagsmorgun ég hafði verið að horfa á bíómynd fram eftir nóttu og var frekar þreytt, enda er þetta eini morguninn sem ég leyfi mér að sofa út svo það var bara pirrandi þegar ég heyrði suð sem magnaðist og svo dró úr því, ég kíkti á klukkuna og hún var bara 11.garðslátturvél

Ég ákvað að berja mig    niður aftur en hvað gerist suðið verður    heldur háværar og nú er það fyrir utan herbergisgluggann minn,    halló þetta er laugardagsmorgun og ég ætlaði mér að sofa út, ég    þýt upp úr rúminu og arka fram, og aumingja Steini fær ræðuna    um    helv... sláttuvélina í næsta garði. Steini lítur á klukkuna og á    mig og segir : Helga  klukkan er næstum því tólf, hægan æsing.    Það sljákkaði aðeins í mér en samt var pirringurinn til staðar og    mátti lítið segja við mig. Ég var eins og snúin hundur þar til ég    náði    mér í smá blund seinni partinn. Þá fór sólin að skína aftur í    mínu geði.

En hér eftir nota ég eyrnatappa ef nágrannarnir skyldu fara að slá    snemma á laugardagsmorgni Grin


Skemmtilegur dagur

designer_handbagÉg skrapp með  Viggu Dice stóru dóttlu minni í bæinn í gær, og við hittum mið dóttluna í Kringlunni. Dagurinn var tekin frekar snemma og lítið af fólki komið. Við fengum bílastæði á besta stað, enda sagði dóttlan að hún ætlaði að fá að hafa mig með í verslunarferðum fyrir jólin.

Nú við komum inn í Kringluna með góðum hug fyrir eiginmennina að versla nú voðalega lítið bara það allra helst, það er 1 pils og leggings á Viggu. Nú við byrjuðum í Hagkaup, og þar fundum við 2 góða hlýraboli á Viggu, nú og svo stóðs ég ekki mátið og keypti 2 Joe Boxer buxur á litla drenginn, þar með var ég komin á bragðið ( þetta sem Steini minn óttast mest þegar ég fer að keyra sjálf). Nú svo hófst nú raunveruleg leit að pilsi og leggings, svo gleymdi ég þar fann Vigga líka skó í Hagkaup úppssss.  Nú við örkum  af stað afar ánægðar með þessi góðu kaup sem við vorum að gera, og hvað sjáum við þessar líka æðislegu töskur... já við mæðgurnar erum töskufrík á háalvarlegu stigi, við læddumst varlega inn og BARA SKOÐA, koma við, dáðst af.. skoða betur.. ok.. skoðum föt og erum alltaf að gjóa augunum á töskurnar, ok Vigga sér pils, og við skellum henni í mátunarklefann, þá sjáum við ekki TÖSKURNAR,  já já, þá kemur yndisleg sölukona og bætir á hana öðru pilsi og mussu til að máta, hún gerir það og lítur svona stórglæsilega út. Nú stendur hún uppi með 2 pils og mussu og langar í allt saman, já auðvita kaupir þú þetta halló þetta var svo flott, ok þá er það leggings og við fengum þær líka þarna, ... við göngum að afgreiðsluborðinu.. sjáum TÖSKURNAR og allt í einu tökum við stökk og náum í sitt hvora, ég svarta og hún hvíta með sitt hvoru sniðinu, svo þarf fór góður ásetningur að kaupa ekki tösku í þessari ferð. 

Eftir þetta var nú haldið til að næra sig.. ok það gekk vel enginn setti verulega ofaná sig, það er segin saga þegar við mæðgurnar borða þá endar einhver með mismikið af matseðlinum ofan á sér. sérstaklega þegar við förum að vanda crepes-with-strawberry-jamokkur. 

Nú svo var haldið í gleraugnabúð, ég þurfti að fá mér ný gleraugu og var með tilboð á spöngum og ætlaði að kíkja á það. Nú það endaði með að ég keypti tvenn gleraugu á þessu frábæra tilboði og nú var farið að þynnast í veskinu svona töluvert. Svo það fór nú að styttast í þessari verslunarferð... eða hvað.. nú við ákváðum að bara að skoða aðeins.. ekki kaupa... en svo duttum við inn í hundraðkalla búðina og ..... Viggu vantað eitthvað á veggina hjá sér í nýja húsinu svo hún keypti 1 James Dean mynd og aðra af Audrey Heprun í svart hvítu og ég fékk mér smávegis til að föndra með.. já konur að versla og það þrjár saman, Jóhanna keypti ekkert enda nýbúin að fjárfest í overlock vél. En hún var dugleg að benda okkur á ýmislegt sem var keypt í þessari ferð :)

Já við mæðgurnar erum góðar þegar við skreppum svona saman.

PS. keypti svo flugnafælu fyrir Steina minn :)


Lúpína... alveg dáist ég að henni

Var að koma úr hinni borgin á leið í Árborgina, aðalborgina LoL . Þá var mér litið á breiðurnar sem eru á leiðinni og dáðist að því hve skemmtilega lúpínan litar landslagið með fallegu blómunum sínum. 
mbl.is Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

svona einn léttur í morgunsárið :)

Kona, sem var gift sjómanni keypti sér í svefnherbergið, fataskáp í Ikea stuttu eftir að maður hennar fór á sjóinn.
Hann var ósamansettur og átti að vera auðveldur í samsetningu.
Hún fór með hann heim og byrjaði að setja hann saman um morguninn.
Því var lokið um hádegið og var hún nokkuð stolt af því.
Þegar hún er að virða fyrir sé skápinn, dettur hann allt í einu í sundur.
Þetta þótti henni skrýtið og setur hún hann saman aftur.
Þegar hún er búin að því og er að virða hann fyrir sér, hrynur hann aftur og heyrir hún þá um leið að strætó
keyrir framhjá.
Í þriðja sinn setur hún hann saman og tekur eftir því að um leið og strætó keyrir framhjá, hrynur skápurinn.

images

Hún fer þá í Ikea og kvartar, en þeir höfðu aldrei heyrt annað eins og ákveða að senda mann morguninn eftir,
til þess að sjá þetta.
Hann kemur og setur saman skápinn, bíða þau eftir strætó og þegar hann keyrir framhjá,
hrynur skápurinn.
Hann er mjög hissa á þessu og setur skápinn saman og segir við konuna að hann verði að fara inn í skápinn og sjá hvað væri
að gerast.
Hann fer svo inn í skápinn og bíður. Þá kemur eiginmaðurinn óvænt heim og fer inn í svefnherbergið til konu sinnar, sem starir á skápinn.

Hvað, ertu búin að kaupa skáp? og opnar hann.
Honum bregður,þegar hann sér manninn frá Ikea og spyr hvern andskotan hann væri að gera þarna?
Þú trúir því aldrei, ég er að bíða eftir strætó!


Hverju er ábótavant?

Ég tel að fólk með heilbrigða skynsemi reyni ekki að tékka á hvað vatnið sé heitt í hverunum.  Ætla að girða svæðið meira af en nú er gert er hrein vitleysa.
mbl.is Aðstöðu lítið ábótavant á Geysissvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urriðafoss og virkjun

Já ég held að nú megi Flóamenn standa fast á sínu og láta ekki bjóða sér einhverja smáskammtalækningu frá Landsvirkjun. Ég veit sem víst að það gæti verið freistandi að taka þessum gylliboðum og ekki ef meira bætist við.  Ég sem fyrrverandi Flóamaður er ekki hrifin af þessari virkjun.
mbl.is Fjölmenni á kynningarfundi í Þjórsárveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómar í kynferðisafbrotamálum

eru yfir höfuð og vægir hér á landi, og er með ólíkindum hve sönnunarbyrðin er á fórnalömbunum. 
mbl.is Sagði kynlífið skyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Yndislegt að sjá að þessi íbúðabyggð sé að lifna við á ný.
mbl.is Allar íbúðirnar hafa gengið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin skín

Já sólin skín en vá maður það er svo heitt úti að það er engin löngun til að kíkja út.  En ég ætla að drífa drengina mína með mér í sund. Það verður gott Wink  en leiðin í sund er löng því ég þarf að fara til Hveragerðis í laugina á Heilsuhælinu hvers vegna því ég kemst ekki upp úr lauginni á Selfossi nema láta hífa mig upp og ég er bara ekki til í það  lengur. Fékk alveg minn skammt af því á Reykjalundi meðan fæturnir voru í fríi. Það er ótrúlegt í svona stóru bæjarfélagi að sundlaugin skuli ekki vera hönnuð þannig að  aldraðir og fatlaðir eigi betra aðgengi. En svona er þetta þegar annað og meira kallar á bæjarfélagið eins og að byggja upp svokallaða "miðju" sem virðist ætla verða stór skandall... vá nú er mín komin út í eitthvað voðalega heitt mál hér á Selfossi. Nú er best að drífa drengina mína í sund..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband