Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jæja...

ég verð að segja það eftir að hafa fengið alla þessa hjálp síðastliðið ár hjá starfsfólkinu í heilbrigðiskerfinu, þá finnst mér ömurlegt að heyra talað um sparnað, og láta hann bitana á þeim sem koma okkur út í þjóðfélagið aftur eftir erfið veikindi og slys. Ég held að stjórnin ætti að fara hugsa sinn gang ef þetta verður tóninn sem gefin verður í þessu stjórnarsamstarfi.  Allavegna er þetta ekki stjórn sem styður við bakið á almenningi í landinu. Það er ekki nóg að brenna sig og lofa spítalana í hástert og skera svo þjónustuna niður.


mbl.is Sparnaðaraðgerðir vega að þjónustu Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

er farið að gera eitthvað í málunum, mér líst vel á ykkur vörubílstjórar, haldið þessu áfram og knýið fram leiðréttingu á ykkar kjörum
mbl.is Bílstjórar aka óvenju hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá er ég að bíða

Ég fór að sofa eldsnemma í gærkveldi já bara strax eftir Mannaveiðar, og vitið menn ég vaknaði ofurhress kl 4.30, kunni ekki við að fara að gera kerti svo snemma þannig að ég fór að laga til og setja í uppþvottavélina og þvottavélina, takk fyrir að ég skuli eiga einbýlishús.  Ég veit það svo sem ef ég legg mig snemma þá er ég miklu betri í fótunum það er mér alltaf erfitt á kvöldin að stíga í sárþreyttar fætur. Svo núna vona ég að þetta komist á rétt ról og ég fari að sofa fyrr og vakni á skikkalegum tíma svon um 6 leitið þetta er fullsnemmt að vakna um 5 leitið. En núna er ég að bíða eftir að vaxið mitt verði klárt og ég geti farið að gera kerti, er að fara að hella í kerti sem heita því fallega nafni Fyrstu sumarblómin, svo ætla ég að vera með tilboð í apríl fyrir póstlista fólkið mitt en það er frí heimsending út apríl, sko það er eitt ár núna síðan ég gat farið að ganga með göngugrind Grin svo þetta er góður mánuður og svo á ég líka afmæli í apríl.

Hafið þið góðan dag og sjáumst síðar hress á blogginu.


Er ekki þessi viðkvæmni farin að nálgast fyrringu?

Ég hef nú í gegnum tíðina lesið mikið af bröndurum um Jesú og Guð, og ég er vissum að það er margur þarna úti sem sárnar þetta en lætur ekki í sér heyra. Einhverstaðar stendur legðu ekki nafn drottins Guðs þíns við hégóma.
mbl.is Mynd um Islam og hryðjuverk kallar fram hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Taugaleiðniprófi...

Jú ég var á Borgó í morgun og öll í rafmagni og stungum. Þetta gekk allt vel og útkoman var að ég var með minni leiðni í taugaendunum heldur en ég var þegar ég lamaðist. Vöðva testið kom betur út enda stend ég núna, og get gert eitt og annað með höndunum sem ég gat ekki þá. Ég er ekkert allt of hress yfir þessari niðurstöðu, og það er veik von um að þetta verði eitthvað betra. Svo núna þarf ég að taka mig saman í andlitinu og finna út hvað henntar mér.

Jóhann frændi talaði um að hreyfa sig, jú það er alveg rétt að þegar ég er meira að huga að fá mér göngutúr í fjallaloftinu Grin hér á Selfossi þá er ég hressari, but that was then, núna kemst ég ekki út dögum saman og er að reyna að gera æfingar hér heima og í sjúkraþjálfun. En það er bara ekki það sama. Ég vona bara að það fari að vera gönguhæft fyrir mig bráðlega þannig að ég geti lengt göngtúrinn.

Svo núna er ég yfirkeyrð af þreytu, við fórum í tvær búðir í Reykjavík og það var mér meira en nóg. Svo núna ætla ég að leggja mig og sjá hvort snjóinn hafi tekið upp þegar ég vakna aftur.

Annars er gaman af því að hvert sinn sem ég legg mig þá birtast viðskiptavinir, það er yndisleg truflun Wink,

kær kv til allra sem vilja þekkja mig, Helga


Þá kom að því

Ég er sest niður við smá skriftir. Svona til að segja mínum nánustu hvernig lífið er þessa dagana og hefur verið síðustu vikur og mánuði. Já ég datt í þunglyndispyttinn í smá tíma en er að ná mér upp. Með hjálp góðra manna, Steini minn hefur verið mín stoð og stytta og ég er ákaflega þakklát að hafa hann í mínu lífi. Krakkarnir hafa líka ekki látið sitt eftir liggja og gefa mér ekki frið í sjálfsvorkunn, og það er gott. Mér er sagt að þetta sé afskaplega eðlilegt eftir það sem á undan er gengið að ég skildi fá niðursveiflu. En ég get enn brosað það verður aldrei tekið frá mér hversu illa mér líður enda veit ég innst inni að ég er heppin kona.

Steini er alltaf að dunda í Viðhaldinu og það gengur vel, þetta verður yndislegt ferðasumar. Ég kem lítið nálægt þessu enda hef ég ekki úthald til að hjálpa honum. Og það fer í taugarnar á mér að vera ekki duglegri við að gera allt sem hann er að brasa við einn úti. En fyrir mér er það að fara í sjúkraþjálfun nóg þann daginn og daginn eftir. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki líf sem ég get hugsað mér að vera strönduð í. Styrkurinn vex en úthaldið ekki, svo núna sit ég með hausinn í bleyti til að reyna finna það út hvað ég get gert til að auka úthald. Ef einhver er með uppástungu þá má hann alveg leggja hana inn hér. Mér hefur dottið ýmislegt í hug og ég hef verið að gamma í mig grænu tei frá henni Sollu, en ég tek það út daginn eftir eða ef ég held því til streitu í 2-3 daga þá ligg ég í viku á eftir í aumingjaskap. Svo að taka inn svoleiðis er ekki inni í myndinni, doðinn eykst svo mikið þegar ég yfirkeyri mig að mér finnst ég vera eins og fílamaðurinn í framan, eins virka hendurnar illa og ég er að missa hluti og fæturnir verða ofurnæmir og ég á erfitt með að ganga. Svo er ég að velta mér uppúr hvort þetta sé komið til að vera svona. Kannski er þetta leið fyrir líkaman minn til að segja hingað og ekki lengra, ég hef aldrei hlustað á hann, en núna neyðist ég til þess. 

Ég hef tekið þá ákvörðun að fara ekki í magaminnkun að svo stöddu, líkaminn minn verður að ná betra jafnvægi til að það sé til umræðu, en ég og Steini fáum að vera áfram í vigtun hjá þeim stöllum á Lansanum. Það hefur gegnið upp og ofan núna síðan eftir jól, ég er léleg við að skrifa matardagbókina en ég er að reyna að taka mig á.  Ég veit að margir mínir nánustu eru afar ánægð að ég ætli ekki undir hnífinn að svo stöddu.

Næsta þriðjudag þá á ég að fara í taugaleiðnipróf, það hefur ekki verið tekið síðan ég lamaðist svo það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En það er sýnir hvernig vöðvarnir starfa og hvort taugaendarnir séu að jafna sig eða hvort varanleg skemmd sé í þeim. Svo ég finn fyrir kvíða en samt er þetta léttir að vera fara í prófið og fá kannski svör í hvora áttina sem það er.

Ætli þetta sé ekki nóg röfl um sjálfan mig, kannski ég verði duglegri á næstunni við að smella hér niður línum.


Drengurinn minn og matur

Það er alltaf jafn skrítið við mataborðið hér að sá yngsti kemst upp með allt það sem stóru systkinin hans komust ekki upp með, t.d þá borðar hann ekki mat sem er í sósu, það vannst stór sigur í kvöld. Hann borðaði stroganoff eina matskeið og skildi meirihlutann af sósunni eftir en það var samt sigur. En hann borðar soðið kjöt og kartöflur, Soðin fisk og kartöflur. Stundum held ég að hann hafi fæðst á röngum tíma. Hann flokkar niður á diskinn hjá sér og það má ekkert snertast, þá missir hann lystina, stundum vildi ég óska að ég væri með sónartæki til að sýna honum hvernig þetta fer allt saman niður í einum graut. IMG_0324Það sem hefur haldið lífi í þessum gutta er Frón matarkexið, og mjólk. Ég veit ekki hvernig hann liti út ef hann hefði það ekki. Hann var einmitt að gauka því í sig í þessum töluðu orðum, því hann var svo svangur, I wonder why.


Jæja, afmælisdagurinn liðinn

og ég svaf yfir mig, átti að fara í æfingar kl 12.00 en svaf yfir mig, já hann Steini minn tipplar á tánum þegar ég sef svona, enda fer hann alfarið eftir ráðleggingum læknisins með mig, að ég eigi að hvílast sem mest og ofgera mér ekki. Við skruppum nefnilega í bæinn í gær og það þýðir að ég verð rosalega þreytt, enda klöngraðist ég upp og niður stiga, sem mér er farið að ganga þokkega með að gera, en það reynir rosalega á. Æfingarnar hjá honum Baldri mínum verða alltaf þyngri og þyngri og það tekur mig u.þ.b. heilan sólahring að jafna mig, þannig að í gær var hvíldardagur milli æfinga, sem hann var svo sannarlega ekki. Svo núna verð ég að taka æfingar hér heima seinni partinn og vera dugleg um helgina að æfa mig. Ég finn að ef ég sleppi þessu dregur úr mér, ef ég fengi að ráða þá væri ég með alskonar dót hérna heima til að hjálpa mér,  myndi gera smá æfinga aðstöðu út í bílskúr fyrir fjölskylduna, en ég lofa ykkur að bílskúrinn er heilagur, og á sko að vera undir verkfæri og BÍLAWink  segir Steini

Er að skríða saman

Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast  þar undanfarna daga.

ilmjurtir_gleim Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.

Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.


Myndir af fjölskyldunni

Var að uppfæra myndirnar hér á síðunni svona fyrir vini og vandamenn

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband