Færsluflokkur: Lífstíll

Er að skríða saman

Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast  þar undanfarna daga.

ilmjurtir_gleim Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.

Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.


Sumir eru mis - viltir á tímanum

Já ég gerði hér allt vitlaust í gær enda fyrsti í aðventu. Ég óð um eins og vitleysingur og skipaði fyrir, tæmdi allt jóladót úr geymslunni, sendi skilaboð til stráksins míns út í Danmörku um að segja mér hvar hann hefði set jólaseríurnar í geymslu. Var sem sagt alveg á síðasta snúningi á jólastússinu, og skildi ekkert í því hvað dóttir mín hún Vigdís var róleg yfir aðventukrönsunum sem hún ætlaði að gera fyrir okkur.  Steini var setur í að þrífa glugga, fannst mér það ganga heldur hægt hjá honum svo ég bara seti það á "hóld" að vera standa í þessu í niðamyrkri, hann fær bara að gera þetta þegar fer að birta á ný með hækkandi sól. Svo birtist vinkona mín hún Þórdís og horfði á mig með undrun, hvað í fjandanum gengi að mér, hvort ég hefði alveg farið yfir um núna. Ég horfði á hana til baka og benti henni góðfúslega á að það væri nú fyrsti sunnudagur í aðventu og ég væri nú vön að koma þessu jólaskrauti upp á þessum degi, það varð undarleg þögn, og svo var glott, og mér bent á að það væri um næstu helgi þessi fyrsti sunnudagur..... hmmmm það getur bara ekki verið flaug í gegnum huga minn, en jólaþorpið í Hafnafirði það er BARA á aðventunni, aftur kom þögn... nei Helga mín var sagt með brostinni röddu, það byrjar einni helgi fyrr svo sprungu allir úr hlátri, já ég hafði svo sannarlega farið daga vilt.

jolineruadkoma_stor

Annars er af mér allt gott að frétta, ég geri kerti á mínum hraða og gengur þokkalega ef ég bara held mig við efnið og fer ekki fram úr mér, eins og í gær, er að taka það út í dag hmmm, jæja ég verð þá ekki eins þreytt um næstu helgi, allt hefur sínar góðu hliðar. Það er orðið nokkuð til af jólakertum í ýmsum stærðum og gerðum. Það skemmtilega er við að gera jólakertin að það er svo mikið af svona allskonar sælgætisilm sem er að kitla nebbann.

Ég er alltaf í æfingum og gengur þokkalega að ná upp styrk, en annað ætlar að vera eins, verkir og þess háttar smá mál. Þannig að allt gengur sinn vanagang að því leiti og ég er ósköp fegin að þetta skuli þó ekki vera verra en það er.

Svona í lokin fréttabréfið hjá mér kemur út í byrjun des og það er um að gera að vera komin á póstlistann til að fá tilboðin sem verða í desember.

 


Fréttabréf Töfraljósa

Skráðu þig á póstlistan til að fá sent fréttabréfið sem kom út í dag.  Frábært tilboð í gangi út allan mánuðinn.


Sko taka tvö.. tekst þetta núna

ég var búin að skrifa fullt af bulli og svo hvarf það allt saman, svo gaman að blogga þegar allt hverfur finnst ykkur það ekki.

Nú ég er búin að vera hér að bardúsa í kertagerðinni og skipti um lit öðru hvoru, t.d í morgun eignaðist Steini svarta konu, ég er ekki að meina brúna á hörund heldur kolsvarta. Sko ég var sko að lita vax með svörtum lit svona til að tolla nú í svörtu tískunni, svo var ég að kreista flöskuna þegar allt í einu heyrðist voða hvellur og ég sá svartan lit fljúga út um allt og ekki síst á mig sjálfa, skratt.. flaskan sprakk í höndunum á mér. Nú það var lítið annað að gera en að taka upp tuskur og byrja að þrífa fyrst sjálfan mig því allt sem ég kom við varð svart, svo tók við þrif á veggjum og borði. Ég var samt búin sem betur fer að forða öllum kertum í burtu áður en þetta gerðist.snjokulur 

Hérna eru litlu sætu snjókúlurnar mínar ég á eftir að setja smá glimmer á þær og þá verða þær bara geggjaðar.

jolakerti

Svo sjáið þið gráu og hvítu kertin hérna við vinstra megin.

Alltaf að prufa eitthvað nýtt í þessari deildinni þessa daganna. Svo á ég eftir að gera rauð og græn kerti í þessum stíl, mér finnst sjálfri þau vera svolítið tignarleg. Enda ætla ég að gera aðventukransinn úr rauðum kertum. Okey ég veit þið eruð að fá upp í kok af þessu kertatali Blush En svona er það að stundum sé ég ekkert nema kerti allan daginn og þá verður maður svolítið heilaþveginn. 

Hvað um það, ég er svona uppistandandi en verkirnir hafa lítið dofnað ég hef bara lært að lifa með þeim, annars er stundum svo að ég þarf á öllum mínum styrk til að standa í þær því það er svo sárt. Ég velti mér lítið orðið upp úr þessu því það er ekki til bóta og læt hverjum degi nægja sína þjáningu í þessum efnum. Það kemur allt nýr dagur með nýrri von um að dagurinn í dag verði betri en í gær. Ég þarf svo sem ekki að kvarta það eru margir þarna úti sem eru verr farnir og verr stemmdir.

 

 


Hér er alltaf allt á fullu

galleri já þessa dagana fer lítið fyrir því að ég liggi yfir tölvunni mér til afþreyingar.  Nú er farið að færast fjör í leikanna og kertin mín renna út eins og heitt vax Grin. Ég er búin að hertaka bóndann í þennan bransa minn. Ég er ekki alveg búin að jafna mig, en ég styrkist óðum við að skokka með mótin á milli herbergja. Svo þarf að brjóta stóra vaxklumpa til að koma þeim í pottanna, svo ég styrkist líka í höndunum kannski eru ekki allir jafn ánægðir með það Grin. Já lífið er skemmtilegt þrátt fyrir að ég þurfi að bíta á jaxlinn til að geta haldið áfram, en þetta að geta unnið gerir það að verkum að ég set ekki verkina mikið fyrir mig. adventukertiEnda held ég að þeir sem hafa lent í einhverju svipuðu og ég njóta þess bara að vera með sínum nánust og njóta lífsins í botn.

Ég er með galleryið opið alla daga vikunar frá 14 til 22 og því tilvalið að renna hingað í sunnudagsbíltúr og kíkja á okkur hjónakornin.

frettirKanillÉg er með meira en bara kerti í galleryinu og þar á meðal eru þurrkaðar jurtir sem eru með kanill ilm sem er bara dýrlegur.  Svo er ég með handgerða glerbakka undir kertin sem hægt er að nota undir fleira en kerti, þannig að það er margt að skoða. 

Á síðunni minni www.tofraljos.com eru myndbönd fyrir þá sem eru forvitnir um sjúkdóminn sem ég fékk fyrir ári.

Þá er best að fara að fylgjast með fréttunum svo ég viti eitthvað hvað er að gerast.


Töfraljós - kertagerð - Dóttirinn fékk áfall

Mín elskulega dóttir Vigdís fékk nett áfall í morgun þegar hún gekk inn í kertakerðina í morgun, en þar flæddi allt í ópökkuðum kertum, hún sér sko um pökkunardeildina hjá mér.

morgunhressingSvo varð henni litið inn í Southfork en þar eru kertin búin til og þar var annað eins í bígerð af kertum, svo hún lét hendur standa fram úr ermum og pakkaði af miklum móð fram á hádegi þá rak ég hana heim, til að gefa karlinum að borða Grin


Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagerðin komin vel á skrið

frankincenseHér eru Frankincense kerti, yfirleitt er þessi ilmur í reykelsum sem notuð eru í katólskum kirkjum.

Þetta er sannkallaður jólailmur.

 

 

 

sjavardraumurHér er svo sjávardraumurinn, sá allra vinsælasti ilmur sem við höfum verið með.

 

En kíkið endilega á síðuna og skoðið vel og vandlega!

www.tofraljos.com


Fór í tékk á Reykjalundi

Jamm skrapp "heim" í gær. Það var ósköp gott að hitta fólkið mitt upp á deild, hafði samt ekki mikinn tíma, Steini beið úti í bíl á meðan ég var í tékkinu en það tók 1 1/2 tíma. Ég var bara nokkuð ánægð með það og ég hafði styrkst töluvert í fótum, en skynið er ekki gott. So what ég geng og það er fyrir mestu. Ég má núna keyra bíl YESSSS en bara eins og ég treysti mér. Enda veit ég ef ég er mjög dofinn þá bara get ég það ekki, en að hafa leyfið er yndislegt og ég geri það sem ég vil. Þau voru ánægð að heyra að ég væri farin að gera kerti aftur, en kannski ekki með það að ég væri að stressa mig á því að eiga nóg. En hvað um það, þetta bara fylgir og ég verð bara fara komast inn í mína rútínu. jæja nóg í bili er að fara keyra englanna mína í leikskólan.

Tilboð í september hjá Töfraljósum

kíkið á síðuna mína og skoðið tilboðið sem er í gangi núna.ilmjurtir Þar eru ilmjurtir á tilboði meðan birgðir endast og einnig tilboð á vanillukertum. Ef einhver er búin að gleyma því hvaða síða þetta er þá er slóðinn www.tofraljos.com

Jæja þá er elskan komin á loft

Það náðist loksins að klára verkið, sem náttúrlega klárast aldrei, því síður þurfa jú víst að vera lifandi.

Hér getið þið litið á þessa elsku mína og sagt mér hvernig ykkur líkar.Töfraljós

Þetta er það sem ég hef verið að fela mig á bakvið síðustu vikur og ekki verið mikið að skoða ykkur vinkonur mínar enda er þetta meira en að segja það að breyta svona gjörsamlega um útlit.

Af mér er það að segja að ég náði að vera í tæpa 2 tíma úti í kertagerðinni minni og var á fullu að gera kerti og reykelsi. Svo vonandi get ég tekið til við að vinna við kertin meira en ég hef gert undanfarið. Ég er öll að hressast og styrkjast, en svo sem ósköp skrítin til gangs ennþá en vonandi breytist það ef ekki nú þá er ég tilbúin þegar ég fer á elliheimilið LoL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband