Færsluflokkur: Lífstíll

Reykjalundur :)

Að fara í sundJæja, hér sést ég að fara í sund :) þetta er bara snild, sundlaugin hefur bjargað mér að allur bati hefur verið svo léttur á liðamót. Ég er farin að ganga með litla göngugrind en þarf að hafa mann með mér, ekki en orðin nógu örugg en hef samt hjólastólinn enn til lengri gönguferða. Allt bendir til þess að ég útskrifist með rísandi sól og gangi út af Reykjalundi í byrjun júní. En sjálfsagt verður langt í land að ég geti unnið eitthvað. En það verður gott að komst heim í faðm fjölskyldunar eftir 7 mánaðar vist á stofnunum. En ég er ákaflega þakklát staffinu á A3 að koma mér í þetta form sem ég er í nú þegar.

Kaupþing og hryðjuverk

ég hef alltaf sagt að í KB banka færi ég aldrei... og því síður núna því svona er full langt gengið á litlu smá eyjunni Íslandi.
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður getur nú ruglast !

Við þessi venjulegu munum nú ekki alltaf hvort við erum búin að taka lyfin, svo við tökum bara lyfin inn svona til öryggis aftur.... hvað þá ef þú ert að taka inn svona morgunmat, og manst ekki eftir því  hvort þú sért að vakna eða fara að sofa :) Já hún er mörg bilunin í henni Hollívúdd.
mbl.is Læknir Önnu Nicolu sætir rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir samkeppnisráð?

Er alveg hætt að botna í þessu sem kallast samkeppni, voru ekki ríksbankarnir seldir svo það yrði samkeppni milli stofnanna. Nú er fyrverandi Ríkisbanki að sölsa undir sig einn að fáum einkareknu bönkunum... er ekki alvega að fatta þetta um frjálsa samkeppni.
mbl.is Kaupþing að kaupa í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm.. nú skal upplýsa

Ég er vissum að þá myndu fleir fara Þrengslin, og hvað þá á að breikka þann vegakafla? Ég sé þetta ekki alveg fyrir mér því vegurinn er frekar mjór og hraðin myndi aukast til muna. En ég óska Þorlákshafnarbúum til hamingju ef þetta gengur í gegn .
mbl.is Raflýsing um Þrengsli sett í umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim um páskana

Já þið heyrðuð rétt, ég er heima, það er svo sem ekki auðvelt fyrir heimilismenn en það bjargast, ég ætla að reyna að fara í bað hér heima og ef það gengur þá verð ég alveg heima um páskana. Yndisleg tilfinning að geta komist heim eftir svona langa veru á stofnunum :)

Er ekki í lagi með fólkið í landinu !

Mér finnst nóg komið af smáframboðum. Ótrúlegt að sjá landan taka þátt í þessari vitleysu. Hver græðir á þessum framboðum jú stjórnarflokkarnir, þeir sem sitja þar í stjórn glott örruglega út í annað og vona að fleiri svona framboð á vinstri og hægri vængnum birtist. Því ekkert nær trúföstum sjálfstæðismanni frá flokknum sínum, sama gildir um framsóknarmenn. Ég er þeirra skoðunar að hér á landi ættu að vera 2 flokkar eða persónukosning í hverju kjördæmi þannig að þeir bestu kæmust að á þing. Við erum fámenn þjóð og þurfum ekki á að halda að þurfa að velja um 7 flokka, þegar við göngum að kjörborði. Það hlýtur að vera hægt að sameina sig undir þessa 5 flokka sem eru á Alþingi í dag.
mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er gleði í hjartanu :)

Jæja nú er söguleg vika komi að leiðarlokum. Í byrjun vikunnar var farið í heimilisathugun á Selfoss.  Þegar  við lögðum á stað var bara smá gola hér í Mosfelsbæ og smá fjúk. Jæja en á Heiðinni var annað mál þar var snjókoma og mikill renningur við vorum veðurteppt á Selfossi. Ekki þarf miklar breytingar hér heima enda er miðað við að ég sé með hækjur þegar ég kem heim.

Ég gekk með hárri göngugrind á fimmtudaginn, svo núna nota ég ekki lyftaran. Eins er ég farin að klæða mig sjálf á morgnanna, þetta er stöðugar framfarir og bara gaman að vera til.


Loksins, loksins

Við komumst að því í siðustu viku að ég kæmist í bíl, svona venjulegan með því að ég rendi mér inn. Svo núna er ég heima um helgina, yndislegt að vera heima þó það sé mikið lagt á fjölskylduna að hafa mig. Allir hafa lagt sig fram að hjálpast að og krakkarnir hafa verið dugleg að koma og aðstoða mig og Steina. Lífið er yndislegt :)

 


Smá fréttir af Reykjalundi

ég fór í laugina í morgun og gekk rosalega vel. Tilfiningin fyrir hælunum var sterkari og ég var ákveðin í að gera betur en í gær. Gekk án mikils stuðnings yfir þvera laugina sem var stórkostlegur sigur.

Svo kom Reynir læknir að máli við mig og vildi að ég færi á Selfoss sjúkrahúsið eftir mánuð og yrði þar í mánuð, ég bað hann um að vel að lifa því þangað færi ég ekki í hjólastól. Svo nú er bara að setja allt í botn og fara að stíga í fæturnar á þurru landi. og mér kæmi ekki á óvart þó ég vværi komin úr hjólafstólnum eftir 1/2 mánuð. miðað við framfarirnar sem hafa orðið upp á síðkastið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband